Varað við versnandi veðri á Vestfjörðum

Þorkell Þorkelsson

Búast má við hratt versnandi veðri á Vestfjörðum síðdegis á morgun. Veðurstofan spáir er að vindstyrkur á Vestfjörðum verði 18-23 m/sek síðdegis á morgun með slyddu og snjókomu.

Spá Veðurstofunnar er eftirfarandi: „Suðvestan 10-18 m/s.Slydduél eða él sunnan og vestanlands en skýjað annars staðar. Dregur úr vindi og éljum í kvöld. Kólnar smám saman og hiti víða 0 til 4 stig síðdegis, en vægt frost til landsins. Vaxandi austan- og norðaustanátt með slyddu eða snjókoma í fyrramálið, 10-15 um hádegi en 18-23 á Vestfjörðum síðdegis. Hægari og þurrt NA-til fram eftir degi. Hiti breytist lítið. “

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert