Hefur ekki tekið afstöðu

Pétur H. Blöndal.
Pétur H. Blöndal. mbl.is
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki gert upp við sig hvort hann muni styðja Icesave-frumvarpið. Pétur segir að vega þurfi og meta líkurnar á ýmsum afleiðingum þess að samþykkja eða hafna samkomulagsdrögunum.
 
„Þetta er allt önnur staða en áður var vegna þess að þessi samningur er miklu betri en fyrri samningar, aðstæður hafa batnað, óvissa hefur breyst í vissu og líkur á miklum áhættum er minni og viðráðanlegri. En við eigum líka kost á að segja nei og láta málið fara fyrir dóm,“ segir Pétur. 

„Við þurfum í rauninni að meta bæði kosti og galla við hvora ákvörðun. Að segja já eða segja nei. Valið er því erfiðara en áður. Við stöndum frammi fyrir því að ef við samþykkjum samkomulagið þá eru ákveðnar líkur á áföllum, jafnvel miklum áföllum en það eru líka ákveðnar líkur á að allt gangi vel og við borgum lítið sem ekki neitt.“ segir hann.

„Svo hefur verið bent á góðar afleiðingar þess að segja já, betra lánshæfismat, vinsemd erlendra þjóða og jafnvel að lánamöguleikar opnist og atvinnuleysi minnki. Ég tel þetta reyndar vera óskhyggju og villuljós. Ef við segjum nei, stöndum við frammi fyrir málaferlum sem við getum unnið eða tapað. Ef við vinnum borgum við ekki neitt og á því eru nokkrar líkur, reyndar óþekktar. Ef við töpum lendum við í mjög erfiðum málum en það tjón hefur ekki verið kannað eða metið í hörgul. Á því eru ákveðnar líkur sem engin þekkir.

Sumir horfa of mikið á áhættuna en minna á þá stöðu að við vinnum. Það er svona eins og menn hættu að keyra bíl vegna þess að sannanlega deyja nokkrir í umferðinni. En fólk keyrir samt. Menn mættu líka velta fyrir sér hvaða afleiðingar það hefur fyrir traust sparifjáreigenda á bankakerfið í Evrópu sama hvernig fer, hvort sem við vinnum eða töpum. Það kann því að vera lítill áhugi á málaferlum hjá ESB. Svo má ekki gleyma því að flestir telja að við eigum ekki að greiða og hví ættum við þá að greiða? Hins vegar tel ég að menn eigi ekki hamra á réttinum ef það getur valdið manni tjóni. Það má ekki kosta of mikið eða valda of miklu tjóni að standa á rétti sínum,“ segir Pétur.
 
„Ég óskaði eftir því fyrir áramót að fengið yrði líkindamat á málið, þ.e.a.s. að metið yrði líkindafræðilega hvað miklar líkur væru á að við lentum í áföllum á hvorn vegin sem er, já eða nei. Það  fékkst nú ekki enda er erfitt að meta þessar líkur.“
 
Pétur segir að umræðan á Alþingi hafi verið málefnaleg og ýmislegt nýtt
komið fram og bæði kostirnir og gallarnir hafi orðið skýrari í þeirri
umræðu. Frumvarpinu verði svo aftur vísað til nefndar eftir 2. umræðu og
segist hann vona að þá verði hægt að skoða líkurnar á mismunandi
afleiðingum, kostum og göllum þess að hafna eða samþykkja
samkomulagsdrögin.

„Svo spyr maður sig hvað liggur á? Það er reiknað með fyrstu greiðslunni 15. júlí. Af hverjum bíðum við ekki þangað til?“ segir hann.
 
Önnur umræða um Icesave-frumvarpið stóð yfir fram kvöldi á Alþingi og lauk skömmu fyrir miðnætti. Verður henni haldið áfram á morgun.
 
 

Langar umræður Önnur umræða um Icesave-frumvarpið hófst á Alþingi í ...
Langar umræður Önnur umræða um Icesave-frumvarpið hófst á Alþingi í dag og stóð yfir langt fram eftir kvöldi. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fjölskyldur sameinast á Dönskum dögum

20:55 Bæjarhátíðin Danskir dagar í Stykkishólmi fer fram í 23. sinn um helgina þar sem fjölskyldur koma saman og njóta fjölbreyttrar dagskrár með dönskum blæ. Meira »

„Geirvörtusmyrsl og vasilín á hæla“

20:42 „Ef ég get hlaupið 21 kílómetra þá geta allir hlaupið. Það er engin afsökun,“ segir grínistinn Steindi Jr. Hann kveðst ekki vera mikill hlaupari en ætlar að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu Meira »

Hleypur kasólétt í Reykjavíkurmaraþoninu

20:35 „Við ætlum að fara saman, ég og Nían,“ segir Kolbrún Ýr Einarsdóttir, sem tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, kasólétt. Kolbrún hleypur fyrir Neistann, styrktarfélag hjartaveikra barna, í minningu sonar síns Rökkva Þórs Sigurðssonar, sem lést aðeins sjö vikna gamall. Meira »

Dagskráin endurspeglar listalíf bæjarins

20:15 Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fer fram í Hveragerði nú um helgina með fjölbreyttum tónlistarviðburðum og áhugaverðum listviðburðum ásamt því sem Kjörís býður gestum og gangandi upp á furðulegar ístegundir. Meira »

Íslendingar heilir á húfi

18:53 Engar tilkynningar hafa borist utanríkisráðuneytinu um að Íslendingar séu á meðal þeirra sem létust eða urðu fyrir meiðslum vegna hryðjuverksins í Barcelona á Spáni þar sem sendiferðabifreið var ekið á hóp gangandi vegfarenda á Römblunni með þeim afleiðingum að 13 létu lífið og að minnsta kosti 50 urðu fyrir meiðslum en gatan er vinsæl meðal ferðamanna og heimamanna. Meira »

Þarf að komast á hreint sem fyrst

18:33 Borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir kveðst hafa hugleitt að gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eins og áður hefur komið fram hyggst núverandi oddviti, Halldór Halldórsson, stíga til hliðar að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Meira »

Drónaflug bannað á Ljósanótt

17:52 Lögreglan á Suðurnesjum og Öryggisnefnd Ljósanætur hafa bannað flug dróna á og yfir hátíðarsvæði Ljósanætur sem haldin verður í Reykjanesbæ helgina 31. ágúst til 3. september. Meira »

Tjáir sig ekki um ráðningu borgarlögmanns

18:32 Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður vill ekkert tjá sig um ráðningu borgarlögmanns. Ebba Schram hæsta­rétt­ar­lögmaður var ráðin borgarlögmaður í síðustu viku en hún og Ástráður sóttu tvö ein um stöðuna. Meira »

Fjarðarheiði hefur verið opnuð

17:21 Vegurinn um Fjarðarheiði hefur verið opnaður aftur samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni en honum var lokað tímabundið fyrr í dag vegna umferðarslyss. Meira »

Fjarðarheiði lokað vegna óhapps

16:09 Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er lokuð vegna umferðaróhapps sem varð efst á heiðinni. Mikil þoka er á svæðinu en lítil eða engin slys urðu á fólki. Meira »

Biðja Íslendinga um að láta vita af sér

16:05 Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga sem eru á svæðinu í kringum Römbluna og Plaça Catalunya í Barcelona, þar sem sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur fyrir stuttu, að vera vel vakandi yfir tilmælum yfirvalda á staðnum. Meira »

Neytendasamtökin boða félagsfund

15:42 Stjórn Neytendasamtakanna hefur boðað til félagsfundar klukkan 17 í dag, fimmtudaginn 17. ágúst. Þar verður farið yfir stöðu mála og leitað eftir aðstoð og tillögum frá félagsmönnum að því er fram kemur í frétt á vef samtakanna. Meira »

Björgun flytur í Gunnunes

15:26 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Lárus Dagur Pálsson, framkvæmdastjóri Björgunar, skrifa á morgun undir viljayfirlýsingu um að Björgun flytji athafnasvæði sitt í Gunnunes, sem er á sunnanverðu Álfsnesi. Meira »

Vilja stöðva rekstur kísilverksmiðjunnar

15:22 Bæjarráð Reykjanesbæjar telur nauðsynlegt að rekstur Kísilmálverksmiðju United Silicon verði stöðvaður hið fyrsta, að minnsta á meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs í dag. Meira »

Parísarhjólið fékk neikvæða umsögn

15:01 Hugmynd þess efnis að reist yrði Parísarhjól í Reykjavík, eða útsýnishjól eins og það er kallað í fundarferð Reykjavíkurborgar, fékk neikvæða umsögn á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær. Meira »

98% telja barni sínu líða vel í leikskóla

15:22 Nýleg könnun meðal foreldra leikskólabarna sýnir að 98% foreldra telja að barninu þeirra líði vel í leikskólastarfinu og að barnið þeirra sé þar öruggt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Ekki formannsins að segja sína skoðun

15:03 Formaður Samfylkingarinnar segist enn vera að melta þá hugmynd sem upp er komin innan Samfylkingarinnar að flokkurinn breyti um nafn. Hann er ekki viss um að það sé hlutverk formanns að rjúka til og segja sína skoðun. Meira »

Dæmdar fyrir að geta ekki gefið brjóst

15:00 Dæmi eru um að íslenskar konur feli sig inni á salernum til að gefa pela af ótta við að vera dæmdar eða niðurlægðar fyrir að geta ekki gefið brjóst. Þetta er meðal þess sem kemur fram í doktorsritgerð Sunnu Kristínar Símonardóttur við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Meira »
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Nýr og óupptekinn Infrarauður Saunaklefi á 234.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
Citroen C4 sjálfskiptur og nýskoðaður
Dökkblár Citroen C4. Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð: 250 þúsund. Ársgömul...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...