Hefur ekki tekið afstöðu

Pétur H. Blöndal.
Pétur H. Blöndal. mbl.is
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki gert upp við sig hvort hann muni styðja Icesave-frumvarpið. Pétur segir að vega þurfi og meta líkurnar á ýmsum afleiðingum þess að samþykkja eða hafna samkomulagsdrögunum.
 
„Þetta er allt önnur staða en áður var vegna þess að þessi samningur er miklu betri en fyrri samningar, aðstæður hafa batnað, óvissa hefur breyst í vissu og líkur á miklum áhættum er minni og viðráðanlegri. En við eigum líka kost á að segja nei og láta málið fara fyrir dóm,“ segir Pétur. 

„Við þurfum í rauninni að meta bæði kosti og galla við hvora ákvörðun. Að segja já eða segja nei. Valið er því erfiðara en áður. Við stöndum frammi fyrir því að ef við samþykkjum samkomulagið þá eru ákveðnar líkur á áföllum, jafnvel miklum áföllum en það eru líka ákveðnar líkur á að allt gangi vel og við borgum lítið sem ekki neitt.“ segir hann.

„Svo hefur verið bent á góðar afleiðingar þess að segja já, betra lánshæfismat, vinsemd erlendra þjóða og jafnvel að lánamöguleikar opnist og atvinnuleysi minnki. Ég tel þetta reyndar vera óskhyggju og villuljós. Ef við segjum nei, stöndum við frammi fyrir málaferlum sem við getum unnið eða tapað. Ef við vinnum borgum við ekki neitt og á því eru nokkrar líkur, reyndar óþekktar. Ef við töpum lendum við í mjög erfiðum málum en það tjón hefur ekki verið kannað eða metið í hörgul. Á því eru ákveðnar líkur sem engin þekkir.

Sumir horfa of mikið á áhættuna en minna á þá stöðu að við vinnum. Það er svona eins og menn hættu að keyra bíl vegna þess að sannanlega deyja nokkrir í umferðinni. En fólk keyrir samt. Menn mættu líka velta fyrir sér hvaða afleiðingar það hefur fyrir traust sparifjáreigenda á bankakerfið í Evrópu sama hvernig fer, hvort sem við vinnum eða töpum. Það kann því að vera lítill áhugi á málaferlum hjá ESB. Svo má ekki gleyma því að flestir telja að við eigum ekki að greiða og hví ættum við þá að greiða? Hins vegar tel ég að menn eigi ekki hamra á réttinum ef það getur valdið manni tjóni. Það má ekki kosta of mikið eða valda of miklu tjóni að standa á rétti sínum,“ segir Pétur.
 
„Ég óskaði eftir því fyrir áramót að fengið yrði líkindamat á málið, þ.e.a.s. að metið yrði líkindafræðilega hvað miklar líkur væru á að við lentum í áföllum á hvorn vegin sem er, já eða nei. Það  fékkst nú ekki enda er erfitt að meta þessar líkur.“
 
Pétur segir að umræðan á Alþingi hafi verið málefnaleg og ýmislegt nýtt
komið fram og bæði kostirnir og gallarnir hafi orðið skýrari í þeirri
umræðu. Frumvarpinu verði svo aftur vísað til nefndar eftir 2. umræðu og
segist hann vona að þá verði hægt að skoða líkurnar á mismunandi
afleiðingum, kostum og göllum þess að hafna eða samþykkja
samkomulagsdrögin.

„Svo spyr maður sig hvað liggur á? Það er reiknað með fyrstu greiðslunni 15. júlí. Af hverjum bíðum við ekki þangað til?“ segir hann.
 
Önnur umræða um Icesave-frumvarpið stóð yfir fram kvöldi á Alþingi og lauk skömmu fyrir miðnætti. Verður henni haldið áfram á morgun.
 
 

Langar umræður Önnur umræða um Icesave-frumvarpið hófst á Alþingi í ...
Langar umræður Önnur umræða um Icesave-frumvarpið hófst á Alþingi í dag og stóð yfir langt fram eftir kvöldi. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur í ruslagámi á Smiðjuvegi

19:59 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir sjö í kvöld vegna elds sem kviknað hafði í ruslagámi á Smiðjuvegi. Meira »

Menn endurtaka sömu fyrirheitin

18:45 „Það var mikill samhljómur meðal fulltrúa flokkanna um að það væri mikilvægt að stefna vísinda- og tækniráðs á hverjum tíma næði fram að ganga,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Meira »

Áfram stormur á morgun

18:08 Það sló í storm á nokkrum stöðum á Suðvesturlandi í dag þar sem vindur mældist um 20 m/s. Verstar voru hviðurnar við fjöll, m.a. Hafnarfjallið þar sem vindhraðinn þar fór vindhraðinn hátt í 40 m/s í verstu hviðunum í dag. Meira »

Allt að 5.000 íbúðir til leigu á Airbnb

17:43 Á bilinu 4.500 til 5.000 heilar íbúðir eru til leigu á Airbnb á landinu öllu samkvæmt nýjum gögnum sem Seðlabankinn festi kaup á frá greiningarfyrirtækinu AirDNA sem fylgist meðal annars með og greinir umsvif gistiþjónustufyrirtækisins alþjóðlega. Meira »

Bjóða konum í leikhús á Kvennafrídaginn

17:29 Leikfélag Akureyrar ætlar að konum á sýninguna Kvenfólk í Samkomuhúsinu á Kvennafrídaginn, þann 24. október október næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 15.00 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Meira »

Lögbann á störf Loga

16:49 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt lögbannsbeiðni fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að Logi Bergmann hefji störf hjá Símanum og Árvakri, útgefanda mbl.is. Þetta staðfestir Logi í samtali við mbl.is, en málið var tekið fyrir í dag og kveðinn upp úrskurður. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%

15:38 Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.  Meira »

Tvöföldun brautarinnar ljúki sem fyrst

16:02 Krafa til stjórnvalda um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krýsuvíkurvegi er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem lögð var fram á íbúafundi í Hafnarfirði sem fram fór í gær. Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

15:35 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Þriðji fundur flugvirkja árangurslaus

15:33 Þriðji fundur Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í morgun og var hann árangurslaus, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Meira »

Bæta þarf laun og starfsumhverfi

15:22 Sviðsstjóri kjarasviðs í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að eitthvað þurfi að gera til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar vantar 570 hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Meira »

Búið að koma í veg fyrir frekari mengun

15:00 Olíumengunin í Grófarlæk tengist að öllum líkindum gömlu röri á svæði N1-bensínstöðvarinnar. Búið er að koma í veg fyrir frekari mengun og segist heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar telja að með samstilltu samstarfi hafi verið komið í veg fyrir tjón á lífríkinu. Meira »

„Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð“

14:42 Stjórn Blaðamannafélags Íslands fordæmir lögbann það sem sýslumaðurinn í Reykjavík hefur lagt við frekari birtingu frétta byggðum á gögnum úr Glitni banka, sem Stundin og Reykjavík Media hafa undir höndum og krefst þess að lögbannið verði þegar látið niður falla, enda engir þeir hagsmunir í húfi sem réttlæta slíkar aðgerðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Meira »

Telja að það vanti 570 hjúkrunarfræðinga

14:04 Ríkisendurskoðun telur mikilvægt að hraða nýliðun hjúkrunarfræðinga til að bregðast við skorti á hjúkrunarfræðingum innan íslensks heilbrigðiskerfis. Verði ekki gripið til viðhlítandi ráðstafana gæti sá skortur haft óæskileg áhrif á gæði heilbrigðisþjónustu og öryggi sjúklinga. Meira »

Sumir útiloka hækkun en ekki aðrir

13:40 Forystumenn stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram til alþingiskosninga tóku misdjúpt í árinni þegar þeir voru spurðir um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu á opnum fundi sem Samtök ferðaþjónustunnar stóðu fyrir í Hörpu í morgun. Sumir útilokuðu hækkun en aðrir treystu sér ekki til þess að segja af eða á. Meira »

Háskaleikur ferðamanns vekur óhug

14:35 „Þetta er ekki æskileg ferðahegðun,“ segir Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, um stutt myndband sem birt hefur verið á YouTube. Meira »

Bærinn borgi fyrir flutning hesthúss

14:01 Eigandi hesthúss á Símonartúni við Eskifjörð hefur óskað eftir því að Fjarðabyggð beri kostnað af flutningi hússins af svæðinu vegna aukinnar hættu á ofanflóðum og aukinnar umferðar um Helgustaðarveg. Meira »

Sigmundur þurfti á salernið

13:36 „Það var væntanlega þannig sem ég lenti í þeirri sérkennilegu stöðu að þurfa að svara blaðamanni New York Times um salernisferðir mínar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Facebook. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Skjóni eftir Nínu Tryggvadóttur
til sölu barnabókin Skjóni myndskreytt af Nínu Tryggvadóttur, útg. 1967, afar go...
Erro
...
Suzuki Swift GL 4wd 2008
Bíllinn er er mjög góður, ekinn 100 þús, gott lakk, endurnýjuð kúpling. Engin s...
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...