Hefur ekki tekið afstöðu

Pétur H. Blöndal.
Pétur H. Blöndal. mbl.is
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki gert upp við sig hvort hann muni styðja Icesave-frumvarpið. Pétur segir að vega þurfi og meta líkurnar á ýmsum afleiðingum þess að samþykkja eða hafna samkomulagsdrögunum.
 
„Þetta er allt önnur staða en áður var vegna þess að þessi samningur er miklu betri en fyrri samningar, aðstæður hafa batnað, óvissa hefur breyst í vissu og líkur á miklum áhættum er minni og viðráðanlegri. En við eigum líka kost á að segja nei og láta málið fara fyrir dóm,“ segir Pétur. 

„Við þurfum í rauninni að meta bæði kosti og galla við hvora ákvörðun. Að segja já eða segja nei. Valið er því erfiðara en áður. Við stöndum frammi fyrir því að ef við samþykkjum samkomulagið þá eru ákveðnar líkur á áföllum, jafnvel miklum áföllum en það eru líka ákveðnar líkur á að allt gangi vel og við borgum lítið sem ekki neitt.“ segir hann.

„Svo hefur verið bent á góðar afleiðingar þess að segja já, betra lánshæfismat, vinsemd erlendra þjóða og jafnvel að lánamöguleikar opnist og atvinnuleysi minnki. Ég tel þetta reyndar vera óskhyggju og villuljós. Ef við segjum nei, stöndum við frammi fyrir málaferlum sem við getum unnið eða tapað. Ef við vinnum borgum við ekki neitt og á því eru nokkrar líkur, reyndar óþekktar. Ef við töpum lendum við í mjög erfiðum málum en það tjón hefur ekki verið kannað eða metið í hörgul. Á því eru ákveðnar líkur sem engin þekkir.

Sumir horfa of mikið á áhættuna en minna á þá stöðu að við vinnum. Það er svona eins og menn hættu að keyra bíl vegna þess að sannanlega deyja nokkrir í umferðinni. En fólk keyrir samt. Menn mættu líka velta fyrir sér hvaða afleiðingar það hefur fyrir traust sparifjáreigenda á bankakerfið í Evrópu sama hvernig fer, hvort sem við vinnum eða töpum. Það kann því að vera lítill áhugi á málaferlum hjá ESB. Svo má ekki gleyma því að flestir telja að við eigum ekki að greiða og hví ættum við þá að greiða? Hins vegar tel ég að menn eigi ekki hamra á réttinum ef það getur valdið manni tjóni. Það má ekki kosta of mikið eða valda of miklu tjóni að standa á rétti sínum,“ segir Pétur.
 
„Ég óskaði eftir því fyrir áramót að fengið yrði líkindamat á málið, þ.e.a.s. að metið yrði líkindafræðilega hvað miklar líkur væru á að við lentum í áföllum á hvorn vegin sem er, já eða nei. Það  fékkst nú ekki enda er erfitt að meta þessar líkur.“
 
Pétur segir að umræðan á Alþingi hafi verið málefnaleg og ýmislegt nýtt
komið fram og bæði kostirnir og gallarnir hafi orðið skýrari í þeirri
umræðu. Frumvarpinu verði svo aftur vísað til nefndar eftir 2. umræðu og
segist hann vona að þá verði hægt að skoða líkurnar á mismunandi
afleiðingum, kostum og göllum þess að hafna eða samþykkja
samkomulagsdrögin.

„Svo spyr maður sig hvað liggur á? Það er reiknað með fyrstu greiðslunni 15. júlí. Af hverjum bíðum við ekki þangað til?“ segir hann.
 
Önnur umræða um Icesave-frumvarpið stóð yfir fram kvöldi á Alþingi og lauk skömmu fyrir miðnætti. Verður henni haldið áfram á morgun.
 
 

Langar umræður Önnur umræða um Icesave-frumvarpið hófst á Alþingi í ...
Langar umræður Önnur umræða um Icesave-frumvarpið hófst á Alþingi í dag og stóð yfir langt fram eftir kvöldi. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Málsskjöl til Hæstaréttar í vikunni

10:10 Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og settur ríkissaksóknari, reiknar með því að skila ágripi sínu um málið til Hæstaréttar Íslands í þessari viku. Meira »

Þingið sett á fimmtudaginn

10:01 Alþingi verður sett á fimmtudaginn og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Fjárlagafrumvarpinu verður útbýtt síðar um daginn og um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar. Meira »

Byggðaráð fagnar frumkvæði kvenna

08:35 Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum hafa tekið undir merkjum „Í skugga valdsins“. Leggur ráðið til að stefna og viðbragðsáætlun sveitarfélagsins verði endurskoðuð í kjölfarið. Meira »

Veður með allra órólegasta móti

06:58 Hörkufrost var í nótt á Suður- og Vesturlandi enda léttskýjað en síðdegis er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp. Veður verður með allra órólegasta móti í Evrópu í dag að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Vatnsleki í Breiðholtsskóla

06:51 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna vatnsleka í Breiðholtsskóla.   Meira »

Ferðalagið breyttist snögglega

06:45 Ferðalag slóvakískrar konu og vinkonu hennar um Ísland breyttist snögglega er þær lentu í hörðum árekstri við snjóruðningstæki í grennd við Vík í Mýrdal 16. nóvember síðastliðinn. Önnur þeirra liggur enn á Landspítalanum í Fossvogi, en heldur heim á leið í vikunni. Meira »

Andlát: Axel Gíslason forstjóri

05:30 Axel Gíslason, fyrrverandi, forstjóri Vátryggingafélags Íslands – VÍS, lést síðastliðinn laugardag á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Hann var 72 ára að aldri. Meira »

Andlát: Jón Hjaltason

05:30 Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður í Vestmannaeyjum, lést í Sóltúni í Reykjavík 8. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.  Meira »

Aukinn hegðunarvandi í skólum

05:30 Starfsumhverfi kennara er í mörgum grunnskólum talið ófullnægjandi. Þetta er ein niðurstaða samantektar samstarfsnefndar sveitarfélaga og grunnskólakennara sem kannaði starfsumhverfi kennara og vinnumat í skólum. Meira »

Engin merki sjást um eldgos

05:30 Eldfjallafræðingur segir engin merki um eldgos í Skjaldbreið þótt þar gangi nú jarðskjálftahrina yfir. Meira þurfi til að koma til að menn fari að búa sig undir slíkt. Meira »

Áhyggjur í Grafarvogi af innbrotum

05:30 „Þetta var mjög vel heppnaður og góður fundur. Það var gott að eiga samtal við fulltrúa frá lögreglunni í nærumhverfi,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, um fund sem félagið stóð fyrir á laugardag. Meira »

Góði hirðirinn sprunginn

05:30 Aldrei hefur meiri úrgangur borist inn á endurvinnslustöðvar Sorpu en nú í ár. Þykir þetta magn til marks um aukið góðæri í þjóðfélaginu og slær meira að segja út hið alræmda ár 2007. Meira »

Stjórnarandstaðan svarar í dag

05:30 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hittast væntanlega á fundi í dag til að taka afstöðu til boðs ríkisstjórnarflokkanna um að stýra þremur fastanefndum Alþingis og þremur alþjóðanefndum og tilnefna fólk í ákveðin embætti varaformanna. Meira »

Vörðu heimsmeistaratitil sinn í dansi

05:30 Pétur Gunnarsson og Polina Oddr báru sigur úr býtum í heimsmeistaramótinu í suðuramerískum dönsum 21 árs og yngri sem haldið var í París um helgina. Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

Verkfall hefur ekki áhrif hjá WOW air

05:30 Kjarasamningar Flugvirkjafélags Íslands við WOWair runnu út í október. Óskar Einarsson formaður segir að viðræður standi yfir og ekkert bendi til annars en að þær leiði til samninga. Meira »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sherlock er rúmlega eins árs og sást sí
Sherlock er rúmlega eins árs og sást síðast 30. Nóvember um svona 6 leitið. Hann...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Til að ferðast með nuddbekkinn
Til að ferðast með nuddbekkinn www.egat.is verð 8900 kr. sími 8626194...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Matsveinn
Sjávarútvegur
Matsveinn Vísir hf óskar eftir...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. K...
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...