Þjónar hagsmunum að ljúka Icesave

Þingmenn á Alþingi.
Þingmenn á Alþingi. mbl.is/Golli

Það er mat fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis, að það þjóni hagsmunum þjóðarinnar best að ljúka Icesave-málinu á grundvelli þeirra samningsdraga sem nú liggja fyrir.

Er meginniðurstaða þeirra sú, að leggja til að frumvarp, sem nú liggur fyrir Alþingi um Icesave verði samþykkt.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd eru Ásbjörn Óttarsson, Kristján Þór Júlíusson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Í yfirlýsingu frá þingmönnunum segir, að alltaf hafi legið fyrir að með samningum um þetta mál muni Ísland þurfa að taka á sig ákveðnar skuldbindingar og áhættu. Spurningin hafi snúist um það hvað viðsemjendur Íslendinga væru tilbúnir að leggja af mörkum af sinni hálfu og hvernig takmarka mætti áhættuna og vega hana á móti því að aðhafast ekkert.

Það er ljóst að  báðar leiðirnar, samningaleið eða dómstólaleið,  fela í sér áhættu. Það er mat fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd, að þó að áhættan á því að við töpum dómsmálum sé til staðar, sé hún ekki veruleg.  Í því sambandi verður þó að hafa í huga að skuldbindingar okkar gætu margfaldast, tapaðist málið, þegar borið er saman við fyrirliggjandi samninga.

Að þessu samanlögðu er það mat fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd að það þjóni hagsmunum þjóðarinnar best að ljúka þessu máli á grundvelli þeirra samningsdraga sem nú liggja fyrir," segir í yfirlýsingunni.

Álit fulltrúa Sjálfstæðisflokks um Icesave

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert