Bæjarstjórar vilja samningaleið

Sautján bæjarstjórar lýsa stuðningi við tillögur „sáttanefndarinnar“ um samningaleið í grein sem þeir skrifa í Morgunblaðið í dag. Þær séu skynsamleg leið til sátta. 

„Við hvetjum stjórnvöld til þess að víkja til hliðar deilum sem skapa óöryggi um grundvallaratvinnugreinar þjóðarinnar en fylgja þeirri sátt sem lagður hefur verið grunnur að. Með því væri stórt skref tekið í átt að aukinni samfélagssátt og leið vörðuð út úr þeim þrengingum sem við nú búum við," skrifa bæjarstjórarnir.

Um er að ræða bæjar- og sveitarstjóra í Vestmannaeyjum, Snæfellsbæ, Grindavík, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppi, Akureyri, Grýtubakkahreppi, Seyðisfirði, Hornafirði,  Langanesbyggð, Norðurþingi, Fjarðabyggð, Árborg, Bolungarvík, Reykjanesbæ, Garðinum og Fjallabyggð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert