Skýrsla um efnahagsmál send ESB

Fánar við höfuðstöðvar Evrópusambandsins.
Fánar við höfuðstöðvar Evrópusambandsins.

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið hefur sent framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skýrslu um íslensk efnahagsmál til ársins 2013.

Að sögn ráðuneytisins er skýrslan hluti af undirbúningi aðildarumsóknar og verður sambærilegri skýrslu skilað árlega á meðan á því ferli stendur. Skýrslan er skrifuð samkvæmt sniðmáti Evrópusambandsins og ætlað að auðvelda umsóknarríkjunum að taka þátt í efnahagssamstarfi sambandsins ef af inngöngu verður.

Framkvæmdastjórn ESB mun senda aðildarríkjum sambandsins skýrsluna til umfjöllunar, en hún verður tekin fyrir í í efnahags- og fjármálanefnd Evrópusambandsins og síðar ráðherraráði sambandsins í vor. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert