Eigenda- og ritstjóraskipti á Eyjunni

Karl Th. Birgisson.
Karl Th. Birgisson.

Útgáfufélagið Vefpressan ehf hefur gengið frá kaupum á öllum hlutafé í Eyjunni Media ehf, útgáfufélagi vefmiðilsins Eyjunnar. Hefur Karl Th. Birgisson  verið ráðinn ritstjóri Eyjunnar.

Vefpressan rekur m.a. vefina pressan.is og bleikt.is. Fram kemur á eyjunni.is, að Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Vefpressunnar, verður stjórnarformaður og útgefandi Eyjunnar, Arnar Ægisson verður framkvæmdastjóri, Karl Th Birgisson ritstjóri og Guðjón Elmar Guðjónsson sölu- og markaðsstjóri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert