Krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu

Höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins í Valhöll.
Höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. mbl.is/Rax

Stjórn Þórs, félags ungra sjálfstæðismanna á Akranesi, krefst þess í yfirlýsingu sinni að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fari fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um fyrirliggjandi frumvarp fjármálaráðherra um nýjasta Icesave-samkomulag ríkisstjórna Íslands, Bretlands og Hollands.

Stjórnin minnir á að íslenska þjóðin hafi hafnað síðasta Icesave-samkomulagi með 98% greiddra atkvæða, „og á, úr því sem komið er, siðferðilegan rétt á því að fá að segja hug sinn til þess nýjasta, áður en lokaákvörðun um það er tekin," segir í yfirlýsingu sem Þór sendi fjölmiðlum í kvöld. 

Þetta telur stjórn Þórs vera forsendu þess að almenningur, flokksbundinn sem og óflokksbundinn, geti endanlega náð sáttum um „þetta mikilvæga mál.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert