Styðja bræðslumenn

Sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn styðja verkfallsaðgerðir bræðslumanna.
Sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn styðja verkfallsaðgerðir bræðslumanna. mbl.is/Rax

Stjórn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er fullum stuðningi við boðaðar aðgerðir Verkalýðsfélags Akraness, Drífanda og Afls, og starfsmönnum í loðnubræðslum sendar baráttukveðjur.

Stjórn LSS kom saman til fundar í dag og í yfirlýsingunni eru Samtök atvinnulífsins hvött til að ganga þegar í stað til samninga og axla þannig ábyrgð sína á þeirri stöðu sem kjaradeilan sé komin í.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert