Áætlunarferð frestað vegna veðurs

Hafnarfjall.
Hafnarfjall. www.mats.is

Vegna slæms veðurs á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli hefur áætlunarferð, sem átti að fara frá Reykjavík til Borgarness og þaðan í Stykkishólm, Grundarfjörð og Ólafsvík, verið frestað til morguns.

Að sögn Bíla og fólks er fyrirhugað er að ferðin verði farin kl. 8:30 í fyrramálið.

Farið er að hvessa sunnan- og suðvestanlands. Nú síðdegis var vindhraði 25,5 metrar á sekúndu á Stórhöfða í Vestmannaeyjum og 23,6 m/s undir Hafnarfjalli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert