Landsvirkjun í biðstöðu

Fyrirhugað er að reisa þrjár virkjanir neðarlega í Þjórsá: Hvammsvirkjun, …
Fyrirhugað er að reisa þrjár virkjanir neðarlega í Þjórsá: Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. mbl.is/RAX

Landsvirkjun mun halda áfram undirbúningi vegna virkjana í Neðri-Þjórsá, að sögn Rögnu Söru Jónsdóttur, yfirmanns samskiptasviðs.

Hún sagði að niðurstöðu Rammaáætlunar, þar sem þessir virkjanakostir eru til umfjöllunar, yrði beðið.

„Landsvirkjun mun vinna þetta verkefni í nánu samráði við stjórnvöld,“ sagði Ragna.

Hæstiréttur staðfesti í gær niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands um að ógilda bæri ákvörðun umhverfisráðherrans sem neitaði í janúar í fyrra að staðfesta hluta aðalskipulags Flóahrepps varðandi Urriðafossvirkjun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert