Samstarf um atvinnumál

Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu,
Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu,

Ríkisstjórnin hefur að tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, ákveðið að setja á fót samstarfsvettvang um aðgerðir í atvinnu- og vinnumarkaðsmálum.

„Mikilvægasta verkefni okkar næstu misserin er að fjölga störfum og auka hagvöxt og um það verkefni voru menn að sameinast hér í dag," er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Samstarfsvettvangurinn byggir á stefnumörkunarskjalinu Ísland 2020 – sókn fyrir atvinnulíf og samfélag og starfar í umboði nýskipaðrar ráðherranefndar í atvinnumálum. Ráðherranefndin og fulltrúar nýskipaðra vinnuhópa komu saman til fyrsta fundar í Þjóðmenningarhúsinu í dag.

Hóparnir eru skipaðir fulltrúum tilnefndum af hlutaðeigandi ráðuneytum, öllum þingflokkum, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum atvinnulífsins, Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna, BSRB, Kennarasambandi Íslands, Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja og Bændasamtökum Íslands. Jafnframt verða kallaðir til setu í hópunum sérfræðingar sem búa yfir reynslu og þekkingu á sviði atvinnu- og vinnumarkaðsúrræða.

Sigurður Snævarr, ráðgjafi forsætisráðherra í efnahags- og atvinnumálum, mun stýra hópi um atvinnustefnu og sköpun starfa og Runólfur Ágústsson, formaður stjórnar Vinnumálastofnunar, mun stýra hópi um vinnumarkaðsúrræði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert