Svandís segir ekki af sér

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. mbl.is/eggert

Svandís Svavarsdóttir ætlar ekki að segja af sér í kjölfar dóms Hæstaréttar sem kvað ákvörðun hennar um að synja staðfestingu aðalskipulags Flóahrepps ólögmæta.

Í samtali við Morgunblaðið segist Svandís ekki ekki hafa brotið lög heldur sé um túlkunarágreining að ræða milli ráðuneytisins og Flóahrepps. Ákvörðunin hafi verið tekin að vel ígrunduðu máli og hún hafi sömuleiðis verið borin undir helstu starfsmenn ráðuneytisins.

Nánar er fjallað um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins sem kemur út á morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert