Tekinn með 2.000 skammta af stinningarlyfi

Kamagra pillur og hlaup.
Kamagra pillur og hlaup.

Skammt er stórra högga á milli hjá tollgæslunni. Á miðvikudaginn í liðinni viku fundu tollverðir um 500 skammta af stinningarlyfinu Kamagra í gámi um borð í Arnarfelli þegar skipið kom til Reykjavíkur. 

Daginn eftir fundu tollverðir á Keflavíkurflugvelli um 2.000 skammta af sama lyfi í farangri Íslendings sem var að koma til landsins frá Taílandi, með millilendingu í Kaupmannahöfn. Maðurinn er rúmlega fimmtugur.

Samkvæmt upplýsingum frá Tollstjóra telst þessi innflutningur á lyfinu vera brot á lyfjalögum og varðar því væntanlega sektum, ekki fangelsi.

Eftir töluverðu er að slægjast fyrir þá sem flytja þessi efni inn og selja en hver skammtur af Kamagra og Viagra mun vera seldur á um 4.500 krónur. Götuverðmæti 2.000 skammta hleypur því á níu milljónum króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert