Gagnrýna leynd um skuldastöðu

Seðlabankinn neitar að afhenda drög að skýrslu um erlenda stöðu þjóðarbúsins sem þingmönnum fjárlaganefndar var afhent í trúnaði í fyrrakvöld.

„Ég er í þeirri stöðu eins og þingmenn sem ekki eiga sæti í fjárlaganefnd að vita ekki hvað þarna stendur. Það er óþolandi í ljósi þess að þarna gætu verið upplýsingar sem skipta máli varðandi greiðsluþol og þess háttar þegar kemur að Icesave,“ sagði Birgir Ármannsson þingmaður.

„Mér þykir algjörlega óásættanlegt að það eigi að klára þetta mál á sama hátt og það byrjaði, með því að þingmenn fái ekki grundvallarupplýsingar um málið, en sé samt ætlað að taka afstöðu til þess,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um skýrsludrögin.

„Við fengum þetta sem trúnaðarmál. Það er ekkert í þessari skýrslu sem á að hafa áhrif nema þá til góðs fyrir Icesave. Það er ekkert tortryggilegt við þetta,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, formaður fjárlaganefndar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert