Samningar um kísilverksmiðju undirritaðir í dag

Norðurál hefur undanfarin ár undirbúið byggingu álvers í Helguvík.
Norðurál hefur undanfarin ár undirbúið byggingu álvers í Helguvík. mbl.is/RAX

Skrifað verður undir samninga um byggingu kísilverksmiðju í Helguvík í dag. Bandarískt fyrirtæki hefur skuldbundið sig til að koma að verkefninu, en aðkoma þess er forsenda þess að hægt sé að ráðast í framkvæmdir.

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Árni Sigfússon bæjarstjóri og fulltrúar orkufyrirtækjanna og bandaríska fyrirtækisins verða viðstaddir undirritun samninganna.

Undirbúningur undir byggingu kísilverksmiðju í Helguvík hefur staðið í langan tíma. Umhverfisstofnun samþykkt starfsleyfi fyrir verksmiðjuna.

Á fundinum verða undirritaðir fjárfestingarsamningar milli Íslenska kísilfélagsins ehf, stjórnvalda og Reykjanesbæjar. Þá verður greint frá samningum Kísilfélagsins við HS Orku og Landsvirkjun, Landsnet og Reykjaneshöfn. Einnig verður kynntur til sögu nýr aðaleigandi í Íslenska kísilfélaginu ehf.

Helguvík.
Helguvík.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert