Fordæma aðför að öldruðum

Hvergerðingar mótmæla fækkun hjúkrunarrýma.
Hvergerðingar mótmæla fækkun hjúkrunarrýma. mbl.is

Bæjarráð Hveragerðis fordæmir aðför að öldruðum íbúum í heilbrigðisumdæmi Suðurlands. Farið er fram á að velferðarráðherra endurskoði ákvarðanir um að fækka hjúkrunarrýmum á svæðinu.

Í bókun bæjarráðs er vísað til umfjöllunar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurlandi um hjúkrunarrými á svæðinu. 41 einstaklingar voru á biðlista eftir hjúkrunarrými á Suðurlandi á síðasta ári, flestir í Árborg og Vestmannaeyjum.

Bæjarráð segir að hjúkrunarrýmum hafi verið fækkað um 19 á Suðurlandi á síðasta ári þrátt fyrir að þar sé hlutfallslega lengsti biðlistinn. „Bæjarráð hvetur velferðarráðherra til að leiðrétta og endurskoða úthlutun hjúkrunarrýma til svæðisins hið fyrsta og tryggja með því öryggi aldraðra,“  segir í bókun ráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert