Logi Geirs sló Einar Bárðar

Einar og Logi meðan allt lék í lyndi

„Ég set Einari fyrir áskorun í hverjum tíma sem hann verður að standast“, segir Logi Geirsson sem hefur tekið að sér að koma yfirmanni sínum Einari Bárðarsyni í gott líkamlegt form í nýjum þætti sem heitir Karlaklefinn á Mbl Sjónvarpi. „Áskorunin þessa vikuna var að hjóla 13,4 kílómetra á þrekhjóli á 30 mínútum. Þetta reyndi á kallinn og hann var ansi nálægt því að ná þessu en sem betur fer fékk ég að slá hann“, sagði Logi. Fyrirkomulag áskorunarinnar er nefnilega þannig að takist Einari að framkvæma áskorunina fær hann að slá Loga og öfugt.

„Við ætlum fyrst og fremst að breyta um lífsstíl hjá Einari“, segir Logi. „Hann hefur prófað ýmsa kúra í gegnum tíðina en það hefur allt verið átak í skamman tíma. Nú ætlum við að taka þetta alla leið. Þetta snýst um að setja sér eðlileg markmið til langs tíma. Ég er viss um að þetta á eftir að ganga vel hjá okkur“, segir Logi kokhraustur.

Hægt verður að fylgjast með gangi mála hjá þeim félögum í Karlaklefanum á hverjum mánudegi hér á Mbl Sjónvarpi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert