Steingrímur íhugaði afsögn

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon ræddu við blaðamenn í ...
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon ræddu við blaðamenn í gær í kjölfar ákvörðunar forseta Íslands að synja Icesave-lögunum staðfestingar. mbl.is/hag

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist hafa íhugað að segja af sér vegna Icesave-málsins. „Auðvitað veltir maður stöðunni fyrir sér. En ég komst að þeirri niðurstöðu að gera það ekki, vegna þess að þá fannst mér að ég væri hlaupa frá málunum á versta tíma,“ sagði Steingrímur, sem var gestur í Kastljósi í kvöld.

„Ég tók að mér umfram allt eitt hlutverk, eins og ég get, að draga vagninn á sviði ríkisfjármála og efnahagsmála, og koma þessu landi út úr kreppunni. Ég tel að okkur sé að ganga þar býsna vel þó ýmislegt hafi verið okkur mótdrægt og margt leggist okkur til, eins og þar segir.“

Þá neitar Steingrímur því að hafa haft í hótunum við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, vegna málsins. „Ég hótaði engri afsögn. Ég sagði við forsetann það sama sem ég sagði við minn þingflokk, og það sama sem ég sagði við þjóðina eftir að hann synjaði málinu í janúar 2010, að ég áskildi mér rétt til að hugsa minn gang. Og ég gerði það í tvo sólarhringa,“ sagði Steingrímur.

Verið að fara yfir stöðuna

Spurður um viðbrögð Breta og Hollendinga við ákvörðun forsetans segir Steingrímur: „Við erum að vinna í því að fá það alveg á hreint hver staðan er í samskiptum ríkjanna, og það eru góðir snertifletir þar á milli. Ég geri ráð fyrir því að það skýrist mjög bráðlega nákvæmlega hvernig báðir aðilar líta á málið, eða allir aðilar. Þangað til annað kæmi þá í ljós þá göngum við út frá því að þessi samningsniðurstaða er þarna, hún er árituð með stöfum samninganefndarmannanna. Hún bíður klár og við eigum að geta gengið að henni bak kosningunum ef að lögin fá framtíðargildi og við getum þar af leiðandi klárað málið í framhaldinu.“

Aðspurður segir hann Bretar og Hollendingar hafi orðið mjög hissa á ákvörðun forsetans og einnig orðið fyrir vonbrigðum. Hins vegar hafi bresk og hollensk stjórnvöld brugðist við tíðindunum af yfirvegun. „Við vorum reyndar [...] búin að biðja um að það yrði þannig ef óvænt niðurstaða kæmi.“ 

Þá segist Steingrímur hafa vissar efasemdir um það að blanda saman þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin og stjórnlagaþing. „Ég hef vissar efasemdir um að blanda þessu saman. En ég skil mjög vel sjónarmiðin að það er freistandi að gera það. Mjög freistandi,“ segir Steingrímur. 

mbl.is

Innlent »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »

Guðni kláraði með efsta fjórðungnum

11:35 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kláraði hálfmaraþon á rétt rúmri einni klukkustund og 47 mínútum í morgun. Tókst honum því að klára maraþonið innan hraðasta fjórðungsins en hann varð 503. í mark af 2.619 skráðum til leiks. Meira »

Yfir 100 tónlistarviðburðir um alla borg

11:26 Í ár verður Menningarnótt ein allsherjar tónlistar- og menningarveisla en í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika; Tónleika Rásar 2 á Arnarhóli, Garðpartí Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og hip-hop tónleika á Ingólfstorgi. Meira »

Baldvin og Nina fyrst í 10 km hlaupinu

11:19 Sigurvegarar í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru þau Baldvin Þór Magnússon og Nina Henriette J Lauwaert frá Belgíu. Meira »

Hægri-stefnan lím ríkisstjórnarinnar

11:04 Skattamál, umhverfismál, aukinn ójöfnuður í samfélaginu og einkarekstur voru á meðal þeirra pólitísku mála sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gerði að umfjöllunarefni ræðu sinnar sem hún hélt á flokksráðsfundi VG í morgun. Meira »

Söfnun plasts gengur vel

10:18 Tilraunaverkefni í Kópavogi um söfnun plasts frá heimilum í blátunnur hefur skilað árangri en plastsöfnunin hófst í byrjun nóvember í fyrra. Íbúum hefur verið gert kleift að flokka plastumbúðir á heimilum og setja með pappírflokkunum í blátunnuna. Meira »

Hlynur og Elín fyrst í hálfu maraþoni

11:00 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka streyma í mark í Lækjargötunni. Búið er að krýna sigurvegar í hálfu maraþoni en fyrsti karl í mark var Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir var fyrsta kona. Meira »

Vinnuvélarnar verði knúnar íslenskri repjuolíu

09:57 Til greina kemur að vinnuvélar og tæki sem notuð verða við lagningu Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1) yfir vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins verði knúin repjuolíu. Meira »

Hlauparar lagðir af stað

09:03 Keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru lagðir af stað í blíðskaparveðri. Yfir 14 þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks, þar af um 4000 útlendingar frá 87 löndum. Meira »

Fimm sækja um Dómkirkjuna

08:30 Fimm umsóknir bárust um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli í Reykjavík.   Meira »

Hlýddi ekki merkjum lögreglu og var handtekinn

08:20 Ökumaður, sem ók sviptur ökuréttindum, lét ekki segjast þegar lögregla gaf honum ítrekað merki um að stöðva bifreiðina á Sandgerðisvegi heldur ók til Sandgerðis þar sem hann var handtekinn. Meira »

Ók á bíl og hljóp út í móa

08:17 Nokkuð var um umferðaróhöpp og í sumum tilvikum afstungur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ekið var á bifreið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu, og stakk sá er það gerði af. Meira »

Þurfa að selja dúllur og dúska

07:37 „Markaðurinn er mjög erfiður, bæði fyrir útgefendur og bóksala. Það hjálpaði ekki þegar vaskurinn var hækkaður þó að þetta hafi aðeins verið örfá prósentustig,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Bókabúðar Máls og menningar. Meira »

Prýðisveður á hlaupadeginum mikla

07:16 Í dag er spáð 3-8 m/s og léttskýjuðu veðri á höfuðborgarsvæðinu. Hiti verður 11-16 stig. Það mun því viðra prýðilega á hlauparana sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Meira »

Hætt við næturfrosti

08:15 Í dag er spáð norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi suðaustanlands í fyrstu sem getur reynst varasamur fyrir létta vagna. Hætt er við næturfrosti í innsveitum á Norðurlandi í nótt. Meira »

Grunaðir um brot á vopnalögum

07:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá menn seint í gærkvöldi grunaða um brot á vopnalögum og fíkniefnalagabrot. Þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu. Meira »

Síðasti karlkyns geirfuglinn fundinn

06:54 Hamur karlkyns geirfugls sem drepinn var í Eldey fyrir 173 árum kom í leitirnar á náttúrufræðisafni í Brussel. Þetta er stórfrétt að mati líffræðings hjá Náttúruminjaafni Íslands. Meira »
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Citroen C4 sjálfskiptur og nýskoðaður
Dökkblár Citroen C4. Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð: 250 þúsund. Ársgömul...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...