Stór hluti öryrkja við fátæktarmörk

mbl.is/Ómar

Ný rannsókn, sem gerð hefur verið á aðstæðum öryrkja hér á landi, bendir til þess að stór hluti öryrkja sé annað hvort fátækur eða skammt frá mörkum fátæktar.

Fram kemur í skýrslu um rannsóknina, að í desember 2009 voru öryrkjar 15.000 talsins, um 65% þeirra eru með örorku  vegna geðraskana eða vegna stoðkerfissjúkdóma. Aðeins 2% eru öryrkjar vegna meðfæddrar skerðingar. Fjöldi öryrkja eykst mjög eftir miðjan aldur, einkum eftir 40 ára aldur.

Fjölgun öryrkja á Íslandi á síðustu 10 árum hefur verið svipuð og á öðrum Norðurlöndum og fjöldi öryrkja er svipaður eða lægri en í nágrannalöndum Íslendinga.

Í skýrslunni segir, að  umfjöllun um öryrkja og aðstæður þeirra í fjölmiðlum og netheimum hafi leitt í ljós að margir líti á öryrkja sem samfélagslega byrði, letingja eða svindlara sem lifi lúxuslífi á kostnað skattborgaranna.  Raunverulegar aðstæður leiði í ljós að þessi mynd sé afbökuð og villandi og langt frá daglegum veruleika. 

Fjallað verður um skýrsluna á málþingi á Grand hóteli á morgun frá klukkan 13 til 16. 

Skýrslan í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert