Starfhópur undirbýr losun gjaldeyrishafta

mbl.is/Ernir

Sérstakur stýrihópur hefur að undanförnu haft forystu um útfærslu áætlunar um losun gjaldeyrishafta. Efnahags- og viðskiptaráðherra stýrir hópnum, sem í sitja auk hans fjármálaráðherra, seðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins.


Seðlabankinn hefur á undanförnum vikum unnið að gerð áætlunar um losun gjaldeyrishafta í samráði við stjórnvöld. Bankinn mun í næstu viku afhenda stýrihópnum greinargerð sína og drög að tillögum.


Í kjölfar þess verður tillaga að áætlun um afnám hafta lögð fyrir ríkisstjórn. Gert er ráð fyrir að ríkisstjórnin taki afstöðu til áætlunarinnar eigi síðar en 11. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert