Hyggst svipta sorpbrennsluna í Eyjum starfsleyfi

Sorpbrennsla.
Sorpbrennsla.

Umhverfisstofnun hefur sent Vestmannaeyjabæ bréf um áform stofnunarinnar um að svipta sorpbrennslu bæjarins starfsleyfi.

Fram kemur að í mars 2010 sendi Umhverfisstofnun Vestmannaeyjabæ bréf um áminningu þar sem losun á ryki í útblásturslofti hefði ítrekað verið yfir mörkum og var þess krafist að úrbætur yrðu gerðar innan ákveðins frests.

Í maí 2010 hefði bærinn verið áminntur og þess krafist að nýjar mælingar yrðu gerðar. Niðurstöður þeirra mælinga sýndu að losun ryks frá stöðinni var yfir mörkum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert