Metanverð hækkað í 120 kr./Nm³

Það tekur 3-4 daga að breyta bensínvél þannig að hún …
Það tekur 3-4 daga að breyta bensínvél þannig að hún gangi fyrir metani. mbl.is/Friðrik

Verð á íslensku metani hækkaði í vikunni úr 114 krónur á normalrúmmetra í 120 krónur og hefur hækkað um 36% frá árinu 2007. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 38%.

Sé miðað við orkujafngildi 95 oktana bensíns er verðið á metani þó rétt um helmingur þess sem bensínið kostar í dag, en algengt lítraverð er nú 221,6 krónur. Einn lítri af dísilolíu kostar tæpar 227 krónur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert