Enn reiknað í ráðuneytinu

Icesave-samninganefndin á blaðamannafundi.
Icesave-samninganefndin á blaðamannafundi. mbl.is/Kristinn

Nýjasti Icesave-samningurinn, Icesave III, var kynntur á Alþingi í byrjun desember á síðasta ári en enn liggur ekki fyrir hvað starf samninganefndarinnar kostaði.

Í fjármálaráðuneytinu fengust þau svör í gær að verið væri að vinna að svari við fyrirspurn á Alþingi um kostnað við störf nefndarinnar.

Samninganefndin boðaði til fundar sl. miðvikudag til þess að kynna nýjar tölur um endurheimtur Landsbankans. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fjölmiðlafulltrúi í fjármálaráðuneytinu, segir að ekkert hafi verið ákveðið um fleiri fundi. Nefndarmenn hafi og komi væntanlega til með að mæta á fundi hjá stofnunum, starfsmannafélögum og fyrirtækjum, en slíkir fundir séu óháðir nefndinni og ráðuneytinu. Lárus Blöndal lögmaður villl ekki tjá sig um málið að neinu leyti. Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður segir að einstakir nefndarmenn hafi verið beðnir um að skýra málið hér og þar og það hafi þeir gert sem einstaklingar án þess að fjármálaráðuneytið ætti hlut að máli eða kostnaður félli á ríkið. Hann segir að nefndin hafi ekki skipulagt neina fundi, en kæmi nýtt endurheimtumat fram væri líklegt að nefndarmenn reiknuðu kostnað vegna Icesave á ný.

Jóhannes Karl áréttar að verkefni samninganefndarinnar hafi verið að ná samningi um Icesave. Hún hafi lagt fram drög að samningi og gefið Alþingi skýrslu um líklega fjárhagslega niðurstöðu. Nefndin hafi ekki verið leyst frá störfum en sér vitandi séu engin áform um frekari verkefni.

Spurður um kostnað vegna nefndarinnar eða einstakra nefndarmanna segist Jóhannes Karl ekki hafa yfirlit yfir greiðslur til sín og vísar á fjármálaráðuneytið. Nefndin hafi verið að störfum í um eitt ár og nefndarmenn hafi væntanlega sent inn reikning fyrir framlagðar vinnustundir mánaðarlega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert