Svekktir yfir ríkisstjórninni

Guðmundur Gunnarsson, formaður RSÍ.
Guðmundur Gunnarsson, formaður RSÍ. mbl.is

Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, er þokkalega bjartsýnn á að það náist að ljúka kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins fyrir miðjan mánuðinn eins og stefnt hefur verið að. Hins vegar sé djúpt á viðbrögðum frá ríkisstjórninni.

„Eins og staðan er núna getur maður verið þokkalega bjartsýnn á að það klárist að semja við SA í stórum dráttum en ríkisstjórnin hefur sannarlega ekki verið að vinna heimavinnuna sína,“ segir Guðmundur í Morgunblaðinu í dag.

Stór fundur hafi verið í gær hjá miðstjórn RAFÍS með samninganefndum þess. „Menn voru dálítið svekktir að ríkisstjórnin skuli ekki taka alvarlega það sem menn eru þó að gera og leggi sitt af mörkum til að byggja upp atvinnulífið á Íslandi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert