Sparisjóðir kunna að sameinast

Fjögurra laufa smárinn er merki sparisjóðanna.
Fjögurra laufa smárinn er merki sparisjóðanna.

Til greina kemur að sameina þá tíu sparisjóði landsins sem eftir standa í einn sparisjóð, að mati Elínar Jónsdóttur, forstjóra Bankasýslu ríkisins. Hún segir að endalok SpKef hafi mikil áhrif á allt sparisjóðakerfið, að því er fram kom í frétt Ríkisútvarpsins.

Sparisjóðakerfið minnkar um helming við að SpKef verður sameinaður Landsbankanum.  Ríkið á um helming í þeim tíu sparisjóðum sem eftir standa. Bankasýslan telur að minnstu sparisjóðirnir séu full litlir og að til til greina komi að sameina jafnvel alla sparisjóðina í einn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert