Engin réttlæting fyrir ofurlaunum

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir á Facebook-síðu sinni, að engin siðleg réttlæting sé á þeim ofurlaunum sem æðstu stjórnendur Arion banka og Íslandsbanka hafi fengið á liðnu ári.

„Það er ólíðandi að æðstu stjórnendur banka og fyrirtækja skammti sér milljónir í laun á meðan almenningur berst í bökkum vegna glímunnar við afleiðingar bankahrunsins," segir Jóhanna.

Fram kemur í ársreikningi Arion banka, að Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri bankans, fékk fimm milljónir í laun á mánuði að meðaltali á seinni hluta síðasta árs. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka fékk rúmlega 2,6 milljónir á mánuði á árinu. Bankastjóralaun í báðum bönkunum hafa hækkað á milli ára, að því er fram kemur í ársskýrslum þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert