Funda um vesturbæ í austurbæ

Jón Gnarr er staddur í Vín en mun funda í …
Jón Gnarr er staddur í Vín en mun funda í Hlíðaskóla nk. laugardag með foreldrum leik- og grunnskólabarna í vestur- og austurbæ borgarinnar. mbl.is/Golli

Jón Gnarr borgarstjóri og Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, hafa boðað foreldra leik- og grunnskóla í vesturbæ Reykjavíkur til fundar nk. laugardag. Fundurinn fer þó ekki fram í vesturbænum heldur í Hlíðaskóla í austurbænum, en foreldrar barna í leikskólum í miðborg og Hlíðum hafa einnig verið boðaðir til fundarins.

Menntasvið Reykjavíkurborgar boðar foreldrana formlega til fundar í Hlíðaskóla kl. 14 á laugardag. Um er að ræða grunnskólana Grandaskóla, Hagaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla, en þar eru um 1.600 nemendur.

Leikskólarnir sem um ræðir eru Barónsborg, Lindarborg, Njálsborg, Hamraborg, Sólbakki, Sólhlíð, Hlíðaborg, Dvergasteinn og Drafnarborg. Um 500 börn eru í þessum leikskólum, þannig að ef velflestir foreldrar mæta á fundinn er hætt við að þéttsetið verði í Hlíðaskóla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert