Flytur málið fyrir TIF

Ragnar H. Hall, lögmaður.
Ragnar H. Hall, lögmaður. mbl.is/Golli

Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður hefur gefið vilyrði fyrir því að hann muni flytja mál Tryggingasjóðs innistæðueigenda (TIF) varðandi hið svokallaða Ragnars Hall-ákvæði í Icesave-samningnum verði samningurinn samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl.

Í samtali við Morgunblaðið sagði Ragnar að ekki væri neitt formlegt samkomulag milli sín og sjóðsins um málshöfðunina, en komið hefði verið að máli við sig um að hann færi með málið fyrir hönd sjóðsins.

„Fjármálaráðuneytið og Tryggingasjóðurinn hafa ákveðið að láta reyna á þetta ákvæði í samningnum fyrir dómi og komið hefur verið að máli við mig um að ég reki það,“ segir Ragnar.

Hann segir þó af og frá að hugsanleg vinna fyrir sjóðinn hafi ráðið því að hann mæli nú með því að samningurinn verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert