Sakaði ráðherra árið 2004 um vankunnáttu á jafnréttislögum

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Jóhanna Sigurðardóttir sakaði á árinu 2004 þáverandi forsætisráðherra og dómsmálaráðherra um vankunnáttu á jafnréttislögum. Tilefnið var að dómsmálaráðherra hafði skipað hæstaréttardómara.

Jóhanna sagði m.a. í umræðu utan dagskrár á Alþingi, að hjá öðrum lýðræðisþjóðum hefði ráðherra verið látinn fjúka sem bryti svo gróflega lög og reglur eins og dómsmálaráðherra hefði gert.

Tilefnið var það álit kærunefndar jafnréttismála, að Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, hefði brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla með skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar dómstjóra í embætti hæstaréttardómara. 

Kærunefnd jafnréttismála hefur nú komist að þeirri niðurstöðu, að forsætisráðuneytið hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við skipun í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í forsætisráðuneytinu.

Frétt Morgunblaðsins um umræður á Alþingi 2004

„Þetta er áfellisdómur“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert