Stuðningsmenn Icesave boða til fundar

Kosið verður um Icesave-samninginn 9. apríl.
Kosið verður um Icesave-samninginn 9. apríl. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Svokallaður Áfram-hópur, sem telur rétt að samþykkja fyrirliggjandi samning um Icesave hefur boðað til blaðamannafundar á morgun. Á fundinum ætlar hópurinn að kynna stefnumál sín.

„Að baki Áfram stendur þverpólitískur hópur fólks, sem kýs að taka ábyrga og upplýsta afstöðu gagnvart Icesave-samningi Íslendinga við Breta og Hollendinga. Besta leiðin í stöðunni, að mati hópsins, er að segja JÁ í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl. Þannig verði horfið frá stöðnun og stórt skref stigið fram á við til enduruppbyggingar efnahags- og atvinnulífsins,“ segir í fréttatilkynningu frá hópnum.

Hópinn skipa m.a.:

Aðalheiður Héðinsdóttir, Kaffitár
Sigsteinn P. Grétarsson, Marel
Gunnar Svavarsson, Kontakt
Þórður Magnússon, Eyrir
Jón Ágúst Þorsteinsson, Marorka
Margrét Kristmannsdóttir, Pfaff
Benedikt Jóhannesson, Heimur/Talnakönnun
Sigurður Bragi Guðmundsson, Green Diamond
Vilborg Einarsdóttir, Mentor
Gísli Hjálmtýsson, Thuleinvestments
Sveinn Hannesson, Gámaþjónustan
Haraldur Ólason, Fura
Hanna Katrín Friðriksson, Icepharma
Gerður Kristný, skáld
Heiða Helgadóttir, framkvæmdastjóri
Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við LHÍ
Halldór Guðmundsson, Allt Hreint ehf, framkvæmdastjóri
Halldór Ragnarsson, Húsanes, framkvæmdastjóri
Andrés Kristinn Hjaltason, Hjalti Guðmundsson ehf, framkvæmdastjóri
Þórdís Þormóðsdóttir, félagsráðgjafi
Hörður Sigurbjarnarson, framkvæmdastjóri
Guðmundur Maríasson, myndlistarmaður
Árni Finnsson
Guðmundur Pétursson, ÍAV þjónusta, framkvæmdastjóri
Karl Steinar Guðnason, fv. þingmaður
Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, stéttarfélags
Þingeyjarsýslum
Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands
Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir og stjórnarformaður CCP
Dóra Sif Tynes, hdl, LLM
Ingimundur Sigurpálsson, cand oecon.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert