Einnig brotleg 2007

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Er Jóhanna Sigurðardóttir hafði tekið við embætti félagsmálaráðherra árið 2007 vék hún Sigurjóni Erni Þórssyni úr embætti formanns stjórnarnefndar um málefni fatlaðra.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Sigurjón kærði ákvörðun ráðherra og vann málið í héraðsdómi 2008. Honum voru dæmdar 500 þúsund krónur í skaðabætur og með dráttarvöxtum en 640 þúsund kr. í málskostnað.

Sigurjón var skipaður í embættið í apríl af þáverandi félagsmálaráðherra, Magnúsi Stefánssyni, og hefði að öllu óbreyttu gegnt því í fjögur ár, til 2011. Tók hann við af Birki J. Jónssyni sem hafði verið kosinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert