42,6% styðja Icesave en tæpur fjórðungur er óákveðinn

mbl.is/Kristinn

Bilið er aftur að breikka á milli þeirra sem ætla að kjósa með Icesave-samningnum og þeirra sem eru á móti honum. Þetta segja aðstandendur Áfram-hópsins.

Capacent gerði könnun fyrir Áfram-hópinn dagana 17. til 24. mars. Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust 56% líklega eða örugglega samþykkja lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl. 44% þeirra sem taka afstöðu hyggjast kjósa gegn lögunum.

Í könnun sem MMR vann fyrir Viðskiptablaðið og birt var í síðustu viku mældist fylgi við samþykkt samninganna hins vegar 52%.

Hins vegar ber að líta til þess að hátt hlutfall aðspurðra, eða 23%, sagðist ekki hafa gert upp hug sinn og tók því ekki afstöðu.  Athygli vekur að mun fleiri konur en karlar eiga eftir að gera upp hug sinn til málsins.

Vefur Áfram

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert