Stofna klasa nyrðra um millilandaflugið

Þröng á þingi á Akureyrarflugvelli.
Þröng á þingi á Akureyrarflugvelli. mbl.is/Eiríkur

„Það er til mikils að vinna. Þetta myndi efla ferðaþjónustu hér og þá hafa fyrirtæki í sjávarútvegi hér séð sóknarfæri í þessu með fiskútflutning í huga,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi.

Nyrðra er unnið að stofnun klasa fyrirtækja og félaga um reglulegt flug milli Akureyrar og Evrópu.

„Með flugi milli Akureyrar, Kaupmannahafnar, London og jafnvel Þýskalands árið um kring yrði til ný innkomuleið í landið,“ segir Ásbjörn sem bendir á að ef vel tækist til myndi ferðamannatímabilið á Norðurlandi lengjast og það myndi stuðla að betri dreifingu ferðamanna um landið eins og lögð er áhersla á í nýrri ferðamálaáætlun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert