Sveitarfélög spara

Fækkun stöðugilda, breyting á fræðslumálum, að ráða ekki í stöður sem losna og minnkun yfirvinnu eru meðal hagræðingaraðgerða sem sveitarfélög landsins grípa til vegna fjárhagserfiðleika við fjárhagsáætlanir fyrir 2011.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga sem lögð var fram á ársþingi sambandsins fyrir helgina. Könnunin fór fram í febrúar og svöruðu 26 sveitarfélög. Af þeim voru 14 með færri en 1500 íbúa, tíu með á milli 1500 og 5000 íbúa og tvö voru með yfir 5 þúsund íbúa.

Auk fyrrgreindra aðgerða var margt annað nefnt, svo sem almennt aðhald á rekstrarvörum, samdráttur í framkvæmdum, lækkun starfshlutfalls, hagræðing á mötuneyti grunnskóla og bann við forfallakennslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert