Erill í sjúkraflutningum

Sjúkrabíll.
Sjúkrabíll. Júlíus Sigurjónsson

Nokkur erill var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fyrr í kvöld en á áttunda tímanum bárust tíu útköll þar sem sjúkraflutninga þurfti við. Fimm þessara útkalla voru í forgangsflokki. Vaktaskipti voru á þessum tíma og voru því tvær vaktir til taks og létti það undir í sjúkraflutningunum.

Einnig þurfti slökkviliðið að sinna vatnsleka í Mosfellsbæ. Lekinn var nokkuð mikill og voru slökkviliðsmenn um klukkustund á staðnum en allt útkallið tók um níutíu mínútur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka