Segir Jóhönnu ekki starfi sínu vaxna

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Valdís Þórðardóttir

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir á heimasíðu sinni í dag, að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sé ekki starfi sínu vaxin  og að stjórnleysi og stjórnmálakreppa ríki í landinu.

„Þegar Jóhanna Sigurðardóttir tók við embætti forsætisráðherra var sagt að rómaðir verkstjórnarhæfileikar hennar myndu koma að góðum notum við erfiðar aðstæður í kjölfar efnahagshruns. Nú tveimur árum síðar hefur komið í ljós að verkstjórinn er ekki starfi sínum vaxinn og geta Jóhönnu til að stýra þjóðarskútunni stórlega ofmetin,“ segir Sigurður og nefnir síðan ýmsa nýlega atburði sem reynst hafi ríkisstjórninni eins og brotthvarf tveggja þingmanna VG og óeiningu um stefnu stjórnarinnar vegna hernaðaraðgerða í Líbíu.

Sigurður segir að svo kunni að vera að Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, telji ríkisstjórnina aðeins hafa styrkst í sessi en við öðrum blasi að það ríki „algjört stjórnleysi í landinu.“

Heimasíða Sigurðar Kára 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka