Segir stjórnina sýna samstarfsvilja

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/RAX

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir að ljóst hafi verið frá upphafi að ættu tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að greiða fyrir kjarasamningum yrði að gera breytingar á þeim. Segir hann að ríkisstjórnina hafa verið jákvæða hvað þetta varðaði og að hún hafi sýnt vilja til samstarfs. „En þetta er eins og í boltanum, þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið.“

Fulltrúar sambandsins og Samtaka atvinnulífsins (SA) funduðu í dag í Karphúsinu um tillögurnar.

„Þetta eru ekki endilega miklar efnisbreytingar heldur frekar að kveðið sé skýrar að orði, þannig að þetta teljast kannski ekki vera markverðar breytingar nema að því leyti að því leyti að þetta gagnast okkur betur sem skýrari ákvæði,“ segir Gylfi.

Á fundinum var einnig til umfjöllunar lokasprettur kjaraviðræðnanna sem hefst á mánudaginn og kveðst Gylfi bjartsýnn á gang þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert