Skila sameiginlegum tillögum í kvöld

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Kristinn

Samningamenn ASÍ og SA eru að ganga frá sameiginlegum tillögum um breytingar á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um efnahagsmál, í tengslum við kjarasamninga. Tillögurnar verða afhentar embættismönnum úr stjórnarráðinu í kvöld.

„Við höfum setið við að stilla saman strengina varðandi yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, talið mikilvægt að sameinast um viðbrögð,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.

 Sjávarútvegsmálin koma ekki inn í sameiginlegar tillögur ASÍ og SA til ríkisstjórnarinnar. SA er í beinum samskiptum við stjórnvöld út af því máli.

Jafnramt hafa samningamenn ASÍ og SA farið yfir fyrri hugmyndir um launahækkanir í kjarasamningi til þriggja ára. Gylfi segir þar annars vegar um að ræða þróun almenns kaupmáttar á tímabilinu og hins vegar að hækka lægstu laun sérstaklega. 

Hann segir að ASÍ hafi sett sér það markmið að reyna að ná þeim áfanga að tekjutrygging fyrir dagvinnu verði ekki undir 200 þúsund við lok samningstímans. Verið sé að leita leiða til að ná því.

Á þeim grunni sem verið er að leggja hefja samninganefndir ASÍ og SA og síðan samninganefndir einstakra aðildarsambanda og félaga innan ASÍ vinnu við útfærslu samninga. Gylfi vonast til að ramminn verði klár þannig að hægt verði að hefja þá vinnu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert