Engir peningar í ný tæki

Miðað við sjúkrahúsfrðæin ætti að kaupa tæki á Landspítalann fyrir …
Miðað við sjúkrahúsfrðæin ætti að kaupa tæki á Landspítalann fyrir um tvo milljarða ár hvert. mbl.is/Golli

Landspítalinn hefur enga peninga til að kaupa ný tæki á spítalann á þessu ári. Á fjárlögum er gert ráð fyrir 180 milljónum króna til slíkra fjárfestinga en sú upphæð fer eingöngu í afborganir af eldri tækjum og dugar engan veginn til.

Í umfjöllun uym mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að spítalinn hafi  undanfarin tvö ár þurft að reiða sig á gjafafé til tækjakaupa. Þetta ástand er þegar farið að skapa vandamál við endurnýjun tækjakosts spítalans.

Á síðasta ári námu afborganir af tækjum sem keypt voru fyrir hrun yfir 300 milljónum króna. Þurfti því að taka fé úr rekstrinum til að borga af tækjunum.

„Helsta vandamálið er það að sú upphæð sem ætluð er á fjárlögum til tækjakaupa hefur ekki hækkað í krónum talið frá árinu 2000 og hún frekar verið lækkuð í flötum niðurskurði undanfarið,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert