Forkastanlegir stjórnarhættir

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason.

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, gagnrýnir Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, harðlega á vef sínum og segir augljóst, að með því að segja já við Icesave-lögum Steingríms séu þeir hinir sömu að leggja blessun sína yfir forkastanlega stjórnarhætti.

„Bregði þjóðin ekki fæti fyrir Icesave III lög Steingríms J. er það ekki aðeins ávísun á hærri skatta og óviðunandi skuldastöðu ríkissjóðs heldur einnig á enn frekara ofríki af hálfu stjórnmálamanns sem svífst einskis til að halda í völd sín," segir Björn m.a.

Vefur Björns

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert