Vilja skýringar á misræmi

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd Alþingis hafa óskað eftir fundi í nefndinni til að fá skýringar á misræmi, sem þeir segja vera á svörum frá Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra við fyrirspurnum tveggja þingmanna á Alþingi.

Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum segir, að ekki gæti samræmis í svörum fjármálaráðherra um ríkisábyrgð og lánveitingar til fjármálafyrirtækja, við fyrirspurnum sem Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson lögðu fyrir fjármálaráðherra.

Guðlaugur spurði fjármálaráðherra um ríkisábyrgðir og framlög til fjármálafyrirtækja og Kristján Þór Júlíusson um ríkisábyrgð á Arionbanka. Segir í tilkynningunni, að svörum við þessum fyrirspurnum beri ekki saman í veigamiklum atriðum varðandi ríkisábyrgðir hjá Arion banka.

Þá veki athygli, að í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þór er ekki minnst á lánveitingar til Saga Capital og VBS.

Svar við fyrirspurn Kristjáns Þórs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert