Skýrsla stjórnlaganefndar afhent á morgun

Stjórnlagaráð kemur saman í Ofanleiti 2.
Stjórnlagaráð kemur saman í Ofanleiti 2.

Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar,  mun afhenda  skýrslu nefndarinnar þegar stjórnlagaráð verður formlega sett á morgun. Í skýrslunni eru meðal annars tillögur nefndarinnar um breytingar á stjórnarskránni.

Stjórnlaganefnd, sem var kjörin af Alþingi 16. júní 2010, hefur þar með lokið
störfum. Verkefni nefndarinnar voru m.a. að taka saman gagnasafn um stjórnarskrármálefni, standa að Þjóðfundi 2010 um stjórnarskrána og leggja fram hugmyndir að breytingum á stjórnarskrá.

Í stjórnlagaráði sitja 25 fulltrúar og er þeim ætlað að taka við og fjalla um skýrslu stjórnlaganefndar, undirbúa frumvarp að endurbættri stjórnarskrá og hafa til hliðsjónar við þá vinnu niðurstöður Þjóðfundar 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert