Icesave í ljósum logum

Kertin fást í öllum Icesave-litunum.
Kertin fást í öllum Icesave-litunum. Ljósmynd/Björg í bú

Hönnunarstofan Björg í bú hefur hannað sérstök Icesave-kerti. Með þeim má brenna upp Icesave á ljúfri kvöldstund, að sögn hönnunarstofunnar. Kertin lýsa jafnt þeim sem segja já og nei við Icesave.

„Tilefni til að kveikja á kertunum geta verið til að fagna niðurstöðu kosninganna eða brenna burt leiðindin sem hafa fylgt þessu     langdregna máli.

Kertin fást í öllum Icesave litunum og á þeim öllum hefur Icesave     grafið sig inn í kertin eins og það hefur grafið sig inn í þjóðarsálina að undanförnu,“ segir í tilkynningu frá Björg í bú.  

Kertin eru framleidd á vernduðum vinnustað en Björg í bú umbreytir þeim í Icesave kerti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert