Konunglega brúðkaupið í beinni

Vilhjálmur prins og Kate Middleton verða gefin saman 29. apríl.
Vilhjálmur prins og Kate Middleton verða gefin saman 29. apríl. Mario Testino

Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri RÚV, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í morgun að sýnt verður beint frá hinu konunglega brúðkaupi Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton, sem verða gefin saman í Westminster Abbey föstudaginn 29. apríl næstkomandi.

„Bogi Ágústsson og Elísabet Brekkan eru hið konunglega par hér og ætla að halda utan um þetta,“ sagði Sigrún. „Svo byrjar þetta svo snemma að við ætlum að sýna þetta beint og endursýna strax á eftir.“

Sigrún segir að margir hafi sett sig í samband til að spyrja hvort brúðkaupið yrði ekki örugglega í beinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert