Kjörstaðir opnaðir

Kjörstaðir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin voru víðast hvar opnaðir klukkan 9 og verða opnir til klukkan 10 í kvöld. Á nokkrum stöðum verða kjörstaðir opnaðir klukkan 10.

Alls eru 232.539 kjósendur á kjörskrá og eru konur eilítið fleiri en karlar.  Þær eru 116.656 en þeir 115.883. Alls höfðu 24.409 greitt atkvæði utan kjörfundar í gærkvöldi, þar af um fimmtán þúsund í Laugardalshöllinni.

Talning atkvæða hefst klukkan 22 eftir að kosningu lýkur og er búist við fyrstu tölum á ellefta tímanum. Fylgst verður með talningunni og leitað viðbragða á mbl.is. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert