Sterk rök okkar í Icesave

Jóhannes Sveinsson (t.h.) og Lárus Blöndal áttu sæti í Icesave-samninganefndinni.
Jóhannes Sveinsson (t.h.) og Lárus Blöndal áttu sæti í Icesave-samninganefndinni.

„Maður var farinn að búast við þessu undir það síðasta. Það er mitt mat að það hefði verið skynsamlegt að ljúka þessu með samningum. En úr því sem komið er verða menn að snúa bökum saman og gæta hagsmuna Íslands," segir Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður, sem sat í samninganefnd Íslands um Icesave-málið.

- En hvað segir Lárus, sem var í kjölfar fyrri Icesave-samninga ötull talsmaður fyrir málsvörn Íslendinga í málinu, um framhaldið? Er hann bjartsýnn á það sem tekur við?

„Ég hef alltaf haldið því fram okkur beri ekki skylda til að borga þetta. Það hefur ekkert breyst. Hins vegar geri ég mér grein fyrir því að það er áhætta í þessu.

Fyrst og fremst voru það viðbrögð umhverfisins, Evrópusambandsþjóða og Norðurlandaþjóða og það hvernig þetta mál hefur þróast, sem fékk mann til að líða betur með að ljúka málinu með tiltölulega góðum samningi, en að ljúka því með dómsmáli. En nú þurfa Íslendingar að nota öll þessi rök, meðal annars þau sem við Stefán Már Stefánsson höfum gert grein fyrir, og reyna að hafa sigur í málinu. Ekkert annað kemur til greina," segir Lárus.

Fyrsta verkið verður að svara áminningarbréfi ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, sem hún sendi íslenskum stjórnvöldum í maí í fyrra. Þá gaf hún tveggja mánaða frest til að svara en tók jafnframt fram að ef málið yrði leyst með samningum tæki stofnunin ekki til frekari aðgerða.

Í bréfinu sagði stofnunin Ísland skuldbundið til að greiða lágmarkstrygginguna í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar, en brotið hefði verið gegn henni með því að gera greinarmun á innistæðueigendum í íslenskum útibúum banka og útibúum þeirra erlendis.

Lárus segist telja að bréfinu verði svarað mjög fljótlega, enda vinna við það langt komin. ,,Það liggur ekki fyrir ákvörðun hjá ESA. En miðað við efni bréfsins er líklegt að þetta verði niðurstaðan. Fari þetta í framhaldinu fyrir EFTA-dómstólinn myndi ég halda að hann skili niðurstöðu fyrir lok næsta árs, jafnvel fyrr.

Viljum standa við skuldbindingar okkar - en fá úr því skorið hverjar þær eru

- En hver eiga að vera skilaboð okkar Íslendinga til umheimsins í framhaldi af þessari niðurstöðu?

„Það er skynsamlegt að leggja áherslu á það, sem ég hef heyrt að bæði ríkisstjórnin og forsetinn eru að gera, að auðvitað munu menn fá greitt út úr búinu miklar fjárhæðir. Alls ekki má túlka þetta þannig að Bretar og Hollendingar sitji uppi með þetta tjón að fullu, eins og kannski má skilja sumar umsagnir í erlendum fjölmiðlum.

Síðan þarf auðvitað að gera grein fyrir því að við séum ekki að hafna því að efna okkar skuldbindingar, heldur fremur það að við viljum láta skera úr um hverjar þær eru. Við erum í raun að fara þá leið sem réttarkerfið gerir ráð fyrir. Ekki á að sjá þetta í neinu öðru ljósi," segir Lárus.

Hann segir það skipta gríðarlegu máli í deilunni sem framundan er, að allar kröfur vegna Icesave hafi verið gerðar að forgangskröfum. Það takmarki mögulegt tjón Íslendinga af málinu, en geri einnig ásýnd okkar gagnvart umheiminum mun betri.  Á sama tíma og málið verður rekið fyrir dómstólum verði háar fjárhæðir greiddar til Breta og Hollendinga.

„Það hefði ekki gerst nema vegna þess að þetta eru orðnar forgangskröfur í búið. Þannig að bæði móralskt og lögfræðilega skiptir þetta gríðarlegu máli, að gripið var til þessara ráðstafana á sínum tíma."

Lárus segir tvímælalaust hægt að svara áminningarbréfi ESA með sterkum lagarökum.

„Ég var alveg ósammála þessari uppstillingu í bréfinu. Menn eru annars vegar að byggja á því að það sé ríkisábyrgð á innistæðum, eða ,,obligation of result" sem þeir kalla, það er bara annað orð yfir ríkisábyrgð. Ég tel að það eigi ekki við nein rök að styðjast og sé reyndar beinlínis í ósamræmi við samkeppnisreglur Evrópusambandsins sjálfs. Því ef um slíka ábyrgð væri að ræða þá væri samkeppnisstaða banka mjög ójöfn eftir því hvaða land væri bakhjarl hvers banka.

Hægt er að taka sem dæmi að menn vildu þá miklu frekar eiga viðskipti við banka sem hefði þýska ríkið sem bakhjarl, en þann banka sem hefði íslenska ríkið á bak við sig. Þar með er komin upp sú staða að menn geta ekki keppt á jafnræðisgrundvelli.

Svo er hitt sem varðar það að menn hafi brotið gegn jafnræðisreglu. Maður er hræddari við þann hluta málsins. En það er hægt að færa rök fyrir því að þetta hafi verið eðlileg aðgerð og að hún byggist á neyðarréttarsjónarmiðum sem hafi verið til staðar á þessum tíma. Þetta er þó veikari hlutinn af málinu frá okkar sjónarhóli.“

- Er vandasamt mál að færa rök fyrir neyðarrétti og skortir kannski reynslu af því meðal íslenskra lögfræðinga?

„Ég held að það sé nú töluvert af góðum mönnum til þar. Þetta er engin sérstök grein innan lögfræðinnar, en auðvitað verður leitað eftir ráðgjöf eftir því sem þurfa þykir. Hagsmunirnir eru það miklir að það hlýtur að borga sig. Auðvitað kostar erlend ráðgjöf mikið, en það getur líka verið mjög dýrt að neita sér um hana. Varðandi neyðarréttarsjónarmiðin tel ég þó ekki endilega meiri þörf á erlendri ráðgjöf þar en um aðra þætti málsins.

Sem betur fer, þá lenda menn ekki oft í svona áföllum . Auðvitað er það þannig að hægt er að deila um það hversu langt menn eiga að ganga í svona stöðu. Var til dæmis nauðsynlegt að tryggja allar innistæður? Eða hefði átt að tryggja aðeins lágmarksinnistæðurnar, eða upp að einhverri annarri fjárhæð?"

Hefur verið komið að máli við þig um að koma meira að þessu máli?

„Nei, það er ekki. Og ég býst ekki við því að svo verði," segir Lárus.

mbl.is

Innlent »

10 vikna kvikmyndanámskeið í Hinu húsinu

20:56 Námskeið í kvikmyndagerð og vídeólist fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára fer af stað í sjötta sinn hér á landi þann 28. september. Námskeiðið stendur í 10 vikur og er haldið í Hinu húsinu og er á vegum Lee Lynch og Þorbjargar Jónsdóttur, sem saman stofnuðu Teenage Wasteland of the Arts úti í Los Angeles þar sem þau bjuggu um árabil. Meira »

Kleif öll hæstu fjöll heims á 9 ára tímabili

20:52 Spænska fjallgöngukonan Edurne Pasaban hlaut í dag Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar við hátíðlega athöfn á Húsavík. Fjallgöngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir afhenti Padaban verðlaunin. Meira »

Mátti búast við ofbeldi ef hún var sýnileg

20:51 „Ef að ég var sýnileg í vinnunni minni þá vissi ég að þegar ég kom heim að kvöldi þá mátti ég búast við hverju sem var. Þetta fór að hafa áhrif, ekki bara á mitt sjálfstraust og mína tilveru, heldur líka á starfið mitt. Ég fór að hætta að vera í mynd og fór að lesa texta.“ Meira »

„Ég er Reykvíkingur og Íslendingur“

20:15 Lina Ashouri er tannlæknir frá Sýrlandi. Hún kom hingað sem flóttamaður ásamt sonum sínum en eiginmaður hennar lést á flóttanum. Hún vildi komast til lands þar sem drengirnir gætu gengið menntaveginn og hún unnið við sitt fag. Ísland hefur tekið vel á móti þeim. „Ég er Reykvíkingur og Íslendingur.“ Meira »

Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

19:57 Brotalamir eru á betrun fanga á Íslandi. Mannekla, fjárskortur og samfélagið sjálft eru hindranirnar.  Meira »

Vann tæpar 24 milljónir króna í Lottó

19:52 Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er orðinn 23,8 milljónum króna ríkari. Lukku-Lottómiðann sinn keypti hann í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík. Þá var einnig einn miðaeigandi með bónusvinninginn. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

19:35 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »

Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram

19:45 Sósíalistaflokkur Íslands mun ekki bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Þetta var niðurstaða félagafundar flokksins sem greint er frá í tilkynningu. Meira »

Ásmundur Einar fer á móti Gunnari Braga

18:37 Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann greindi frá ákvörðun sinni á aukakjördæmaþingi flokksins sem fór fram fyrr í dag. Áður hafði Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti flokksins, gefið kost á sér. Meira »

Fólk úr öðrum flokkum meðal frambjóðenda

18:14 Samvinnuflokkurinn, ný stjórnmálahreyfing sem skilgreinir sig frá miðju til hægri á hinum pólitíska skala, stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Meðal frambjóðenda flokksins verða fyrrverandi, og hugsanlega núverandi þingmenn annarra stjórnmálaflokka. Meira »

Elsa Lára stígur til hliðar í Norðvestur

17:40 Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í kjördæminu þar sem kosið verður um fimm efstu sæti á lista. Meira »

„Raddir fólksins“ á Austurvelli

17:05 „Raddir fólksins“ komu saman til útifundar á Austurvelli í dag þar sem helstu mál á dragskrá voru umræður um stjórnarskrána og stjórnarslitin í síðustu viku. Ræðumenn voru þau Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bergur Þór Ingólfsson leikari og leikstjóri. Meira »

Stóð ekki til að styðja eigin fjárlög

16:47 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir aldrei hafa staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti þær skattahækkanir sem fram komu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Meira »

Björn Ingi stofnar nýjan flokk

15:45 Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður hefur stofnað lénið samvinnuflokkurinn.is, en þvertekur þó fyrir að vera á leið í framboð. Vísir.is greinir frá þessu. Hægt er að fletta léninu upp á isnic.is og þar sést að hann er skráður rétthafi þess. Meira »

Veggirnir ekki árekstrarprófaðir

15:13 Veggir beggja vegna Miklubrautar, milli Lönguhlíðar og Rauðarárstígs, kosta samtals 60 milljónir króna. Þeim er ætlað að bæta hljóðvist og umhverfisgæði íbúa og þeirra sem nota Klambratún sem og að stýra þverumferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Hvorugur veggjanna hefur verið árekstrarprófaður. Meira »

Íslandsmót sleðahunda haldið í dag

16:42 Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands var haldið við Rauðavatn í Reykjavík í dag. Keppt var í ýmsum greinum svosem hjólatogi, sem á ensku nefnist bikejoring. Þá er hundur bundinn við hjól og togar það áfram líkt og um sleða væri að ræða. Meira »

Rafræn prófkjör Pírata hafin

15:28 Kosning í prófkjörum Pírata fyrir alþingiskosningar 2017 er hafin, en framboðsfrestur rann út klukkan 15.00 í öllum kjördæmum og hófst kosning í kjölfarið. Aðildarfélög Pírata ráða formi kosninga. Meira »

Ástfangin Ágústa Eva gaf þessu séns

14:59 Ágústa Eva Erlendsdóttir veit ekki hvort hún hefði gefið verkefninu séns ef hún væri ekki svona ástfangin en tímasetningin var góð og hún tók lögum Gunna Hilmarssonar um ástina fagnandi. Til varð hljómsveitin Sycamore Tree sem sendir frá sér sína fyrstu plötu um helgina. Meira »
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Gastro truck/veitingabíll
Til sölu ný standsettur veitingabíl með gas-grillpönnu, gas-grillofn, rafmagns p...
 
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...