Sterk rök okkar í Icesave

Jóhannes Sveinsson (t.h.) og Lárus Blöndal áttu sæti í Icesave-samninganefndinni.
Jóhannes Sveinsson (t.h.) og Lárus Blöndal áttu sæti í Icesave-samninganefndinni.

„Maður var farinn að búast við þessu undir það síðasta. Það er mitt mat að það hefði verið skynsamlegt að ljúka þessu með samningum. En úr því sem komið er verða menn að snúa bökum saman og gæta hagsmuna Íslands," segir Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður, sem sat í samninganefnd Íslands um Icesave-málið.

- En hvað segir Lárus, sem var í kjölfar fyrri Icesave-samninga ötull talsmaður fyrir málsvörn Íslendinga í málinu, um framhaldið? Er hann bjartsýnn á það sem tekur við?

„Ég hef alltaf haldið því fram okkur beri ekki skylda til að borga þetta. Það hefur ekkert breyst. Hins vegar geri ég mér grein fyrir því að það er áhætta í þessu.

Fyrst og fremst voru það viðbrögð umhverfisins, Evrópusambandsþjóða og Norðurlandaþjóða og það hvernig þetta mál hefur þróast, sem fékk mann til að líða betur með að ljúka málinu með tiltölulega góðum samningi, en að ljúka því með dómsmáli. En nú þurfa Íslendingar að nota öll þessi rök, meðal annars þau sem við Stefán Már Stefánsson höfum gert grein fyrir, og reyna að hafa sigur í málinu. Ekkert annað kemur til greina," segir Lárus.

Fyrsta verkið verður að svara áminningarbréfi ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, sem hún sendi íslenskum stjórnvöldum í maí í fyrra. Þá gaf hún tveggja mánaða frest til að svara en tók jafnframt fram að ef málið yrði leyst með samningum tæki stofnunin ekki til frekari aðgerða.

Í bréfinu sagði stofnunin Ísland skuldbundið til að greiða lágmarkstrygginguna í samræmi við tilskipun um innstæðutryggingar, en brotið hefði verið gegn henni með því að gera greinarmun á innistæðueigendum í íslenskum útibúum banka og útibúum þeirra erlendis.

Lárus segist telja að bréfinu verði svarað mjög fljótlega, enda vinna við það langt komin. ,,Það liggur ekki fyrir ákvörðun hjá ESA. En miðað við efni bréfsins er líklegt að þetta verði niðurstaðan. Fari þetta í framhaldinu fyrir EFTA-dómstólinn myndi ég halda að hann skili niðurstöðu fyrir lok næsta árs, jafnvel fyrr.

Viljum standa við skuldbindingar okkar - en fá úr því skorið hverjar þær eru

- En hver eiga að vera skilaboð okkar Íslendinga til umheimsins í framhaldi af þessari niðurstöðu?

„Það er skynsamlegt að leggja áherslu á það, sem ég hef heyrt að bæði ríkisstjórnin og forsetinn eru að gera, að auðvitað munu menn fá greitt út úr búinu miklar fjárhæðir. Alls ekki má túlka þetta þannig að Bretar og Hollendingar sitji uppi með þetta tjón að fullu, eins og kannski má skilja sumar umsagnir í erlendum fjölmiðlum.

Síðan þarf auðvitað að gera grein fyrir því að við séum ekki að hafna því að efna okkar skuldbindingar, heldur fremur það að við viljum láta skera úr um hverjar þær eru. Við erum í raun að fara þá leið sem réttarkerfið gerir ráð fyrir. Ekki á að sjá þetta í neinu öðru ljósi," segir Lárus.

Hann segir það skipta gríðarlegu máli í deilunni sem framundan er, að allar kröfur vegna Icesave hafi verið gerðar að forgangskröfum. Það takmarki mögulegt tjón Íslendinga af málinu, en geri einnig ásýnd okkar gagnvart umheiminum mun betri.  Á sama tíma og málið verður rekið fyrir dómstólum verði háar fjárhæðir greiddar til Breta og Hollendinga.

„Það hefði ekki gerst nema vegna þess að þetta eru orðnar forgangskröfur í búið. Þannig að bæði móralskt og lögfræðilega skiptir þetta gríðarlegu máli, að gripið var til þessara ráðstafana á sínum tíma."

Lárus segir tvímælalaust hægt að svara áminningarbréfi ESA með sterkum lagarökum.

„Ég var alveg ósammála þessari uppstillingu í bréfinu. Menn eru annars vegar að byggja á því að það sé ríkisábyrgð á innistæðum, eða ,,obligation of result" sem þeir kalla, það er bara annað orð yfir ríkisábyrgð. Ég tel að það eigi ekki við nein rök að styðjast og sé reyndar beinlínis í ósamræmi við samkeppnisreglur Evrópusambandsins sjálfs. Því ef um slíka ábyrgð væri að ræða þá væri samkeppnisstaða banka mjög ójöfn eftir því hvaða land væri bakhjarl hvers banka.

Hægt er að taka sem dæmi að menn vildu þá miklu frekar eiga viðskipti við banka sem hefði þýska ríkið sem bakhjarl, en þann banka sem hefði íslenska ríkið á bak við sig. Þar með er komin upp sú staða að menn geta ekki keppt á jafnræðisgrundvelli.

Svo er hitt sem varðar það að menn hafi brotið gegn jafnræðisreglu. Maður er hræddari við þann hluta málsins. En það er hægt að færa rök fyrir því að þetta hafi verið eðlileg aðgerð og að hún byggist á neyðarréttarsjónarmiðum sem hafi verið til staðar á þessum tíma. Þetta er þó veikari hlutinn af málinu frá okkar sjónarhóli.“

- Er vandasamt mál að færa rök fyrir neyðarrétti og skortir kannski reynslu af því meðal íslenskra lögfræðinga?

„Ég held að það sé nú töluvert af góðum mönnum til þar. Þetta er engin sérstök grein innan lögfræðinnar, en auðvitað verður leitað eftir ráðgjöf eftir því sem þurfa þykir. Hagsmunirnir eru það miklir að það hlýtur að borga sig. Auðvitað kostar erlend ráðgjöf mikið, en það getur líka verið mjög dýrt að neita sér um hana. Varðandi neyðarréttarsjónarmiðin tel ég þó ekki endilega meiri þörf á erlendri ráðgjöf þar en um aðra þætti málsins.

Sem betur fer, þá lenda menn ekki oft í svona áföllum . Auðvitað er það þannig að hægt er að deila um það hversu langt menn eiga að ganga í svona stöðu. Var til dæmis nauðsynlegt að tryggja allar innistæður? Eða hefði átt að tryggja aðeins lágmarksinnistæðurnar, eða upp að einhverri annarri fjárhæð?"

Hefur verið komið að máli við þig um að koma meira að þessu máli?

„Nei, það er ekki. Og ég býst ekki við því að svo verði," segir Lárus.

mbl.is

Innlent »

Stærri en BF og Viðreisn

11:48 Flokkur fólksins er orðinn stærri en bæði Viðreisn og Björt framtíð samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakannanar MMR á fylgi stjórnmálaflokka. Flokkurinn mælist með 6,1 prósenta fylgi í könnuninni og hækkar mikið frá síðustu könnun þegar flokkurinn mælist með 2,8 prósent. Meira »

„Jafnar sig enginn á svona strax“

11:30 „Það jafnar sig enginn á svona einn, tveir og þrír,“ segir Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótels Reynihliðar á Mývatni, en bruni kom upp í starfsmannahúsi hótelsins í síðustu viku. Nágranni varð eldsins var og varaði starfsmennina við sem sváfu allir fastasvefni. Meira »

Paint mun lifa

11:21 Microsoft hefur ákveðið að halda áfram að bjóða upp á teikniforritið Paint í nýjustu uppfærslu á Windows 10. Fyrirtækið tilkynnti í gær að það hugðist fjarlægja forritið ásamt öðrum forritum. Meira »

Væru rúmar tíu mínútur frá Landeyjahöfn

11:15 Hópurinn Horft til framtíðar hefur sent Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra og Hreini Haraldssyni vegamálastjóra lista yfir hentugar ferjur, sem leyst geta Herjólf af þegar hann fer til viðgerðar. Meira »

Áfram malbikað á Suðurlandsvegi

10:56 Opnað hefur verið fyrir alla bílaumferð um Hellisheiði en lokað var fyrir umferð á leið austur fram undir klukkan tíu í morgun vegna malbikunarframkvæmda við hringtorgið í Hveragerði. Meira »

Ljósleiðararúlla féll á manninn

10:55 Maðurinn sem slasaðist í vinnuslysi skammt frá Hrólfstaðahelli og Leirubakka á Suðurlandi á laugardag er ekki í lífshættu. Ljósleiðarakefli féll á manninn með þeim afleiðingum að hann lærbrotnaði. Meira »

„Brútal aðgerð af hálfu ríkisins“

08:50 „Þetta er brútal aðgerð af hálfu ríkisins,“ segir lögmaður Fögrusala um áætlaða friðlýsingu á Jökulsárlóni. Dómsmál sé enn í gangi sem geti leitt til þess að lónið teljist ekki eign ríkisins. Hefti friðlýsingin not á eigninni og teljist forkaupsréttur ríkisins ekki gildur, eigi ríkið von á bótamáli. Meira »

Elín ráðin í starf samráðsfulltrúa

09:20 Landsnet hefur ráðið Elínu Sigríði Óladóttur í starf samráðsfulltrúa þar sem hún mun meðal annars standa að auknu samtali við hagsmunaðila og halda utan um hagsmuna- og verkefnaráð. Meira »

Viðgerðir á gluggunum í Skálholti dýrar

08:18 Ráðast þarf í viðamiklar viðgerðir á steindu gluggunum eftir Gerði Helgadóttur sem prýða Skálholtsdómkirkju, að sögn Jóns Sigurðssonar, formanns verndarsjóðs kirkjunnar, sem Skálholtsfélagið hið nýja stofnaði í fyrra. Meira »

Þingmaður í flóttamannabúðum

07:57 Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, er þessa stundina stödd í Grikklandi á vegum SOS Barnaþorpa þar sem hún mun næstu fjórar vikurnar meðal annars sinna sjálfboðastörfum í þágu flóttabarna sem flúið hafa fylgdarlaus til Evrópu. Meira »

Krúttleg lítil bæjarhátíð á Húsavík

07:37 Hlöðuball með Birgittu Haukdal, hrútasýning, garðatónleikar og Mæruhlaup eru meðal þess sem í boði er á Mærudögum á Húsavík sem haldnir verða 27. til 30. júlí. Meira »

Hellisheiði lokuð á leið austur

07:37 Þeir ökumenn sem eiga leið um Suðurlandsveg geta átt von á töfum vegna framkvæmda. Hellisheiði er nú lokuð fyrir umferð á leið austur og þurfa ökumenn að fara Þrengslaveg. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar átti þeim malbikunarframkvæmdum að vera lokið um klukkan fjögur í nótt. Meira »

Eiga að gefa út ákæru í nauðgunarmáli

07:32 Ríkissaksóknari hefur fellt niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í nauðgunarmáli. Brotið átti sér stað í heimahúsi fyrir þremur árum en var ekki kært til lögreglu fyrr en tveimur árum síðar eða síðasta sumar. Meira »

Við stýrið undir áhrifum fíkniefna

06:58 Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Þeir voru báðir látnir lausir eftir blóðtöku. Í bíl annars þeirra sem lögreglan í Kópavogi og Breiðholti stöðvaði fannst einnig lítilræði af ætluðum fíkniefnum. Meira »

Einungis tveir sóttu um stöðuna

05:30 Starf borgarlögmanns var auglýst á dögunum og er umsóknarfrestur runninn út.   Meira »

Skátar skila yfir 2 milljörðum

07:00 „Nú erum við, Bandalag íslenskra skáta, að opna einn umfangsmesta viðburð sem hefur verið haldinn á Íslandi,“ segir Hrönn Pétursdóttir, mótsstjóri World Scout Moot 2017, sem sett verður í Laugardalshöll í dag. Meira »

Varað við hvössum vindhviðum

06:32 Varað er við hvössum vindhviðum undir Eyjafjöllum seint í kvöld. Vindurinn sem verður um 13-18 m/s getur verið varasamur ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Ökumenn sem ferðast með ferðavagna eru beðnir að taka tillit til þess. Meira »

Námsgögn barna verði án endurgjalds

05:30 „Það virðist stefna í að allt eigi að vera ókeypis fyrir alla,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga.  Meira »
Hársnyrtistóll með pumpu
Góður og þægilegur hársnyrtistóll auðvelt að skipta um áklæði. Verðhugmynd 15-20...
Eyjasol íbúðir og sumarhús.....
Fallegar 2- 3ja herb. íbúðir fyrir ferðafólk og íslendinga á faraldsfæti. Allt ...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Hringstigar 120, 140 og 160 cm þvermá...
Gott skrifstofuhúsnæði til leigu.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...