Loðnu rekur á land

Sjórinn var svartur af loðnu. Myndin er af vef Náttúrustofu …
Sjórinn var svartur af loðnu. Myndin er af vef Náttúrustofu Vestfjarða.

Mikið magn af loðnu hefur rekið á land í Húsavík við Steingrímsfjörð á Ströndum.

Fram kemur á vef Náttúrustofu Vestfjarða, að menn urðu þessa varir þegar þeir voru að kanna fjölgun æðarkollu á svæðinu. Sjórinn var svartur af loðnu alla leið að fjöru auk þess sem loðnuhrogn fundust í sandinum.

Líklegt er talið að æðarfuglinn hafi verið að éta hrognin og jafnvel loðnuna sjálfa. 

Náttúrustofa Vestfjarða

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert