Hús Jóhannesar í Bónus til sölu

Hrafnabjörg við Eyjafjörð.
Hrafnabjörg við Eyjafjörð.

Húsið Hrafnabjörg sem stendur við Eyjafjörð er auglýst til sölu í Morgunblaðinu í dag, en Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, bjó áður í húsinu. Það er nú í eigu Mynnis, sem er félag í eigu skilanefndar Landsbankans.

Í auglýsingu segir að um sé að ræða 427 fermetra einbýlishús sem stendur á stórri eignarlóð. Húsið er á tveimur hæðum. Aðalíbúðarrými er á efri hæð en bílageymsla, þvottahús, geymsla og tækjarými er á neðri hæð. Útveggir eru klæddir náttúrusteini og sedrusviði. Útisundlaug og heitur pottur er við húsið. Útsýni er yfir Akureyri, út Eyjafjörð og inn í Eyjafjarðarsveit.

Ekkert verð er sett upp í auglýsingunni, en óskað er eftir tilboðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert