Veðja á nýjar upplýsingar

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ernir

Matsfyrirtækið Moody's mun ekki breyta lánshæfismati sínu á ríkissjóði fyrr en í fyrsta lagi eftir næstu helgi. Sendinefnd frá ríkisstjórninni og Seðlabanka Íslands hittir fulltrúa fyrirtækisins á fundi í Washington næsta sunnudag.

Standard & Poor's hefur ekki breytt mati sínu heldur, en ekki frestað því um neinn tiltekinn tíma. Það gæti því gerst hvenær sem er.

Fitch Ratings mun að svo stöddu ekki breyta sínu mati, en það hefur Ísland nú þegar í ruslflokki. Það segir hins vegar í tilkynningu að líkur á hækkun hafi minnkað vegna synjunar Icesave. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir matsfyrirtækin vel upplýst um stöðu mála á Íslandi en bankinn miðli til þeirra öllum upplýsingum, bæði hagfræðilegum og lögfræðilegum.

„Við erum að reyna að vinna í þeim og tölum við þau á hverjum degi eða oft á dag. Það gætu líka komið fram nýjar upplýsingar á næstu dögum. Það er nú það sem við erum svolítið að veðja á og vonum að tíminn vinni með okkur í,“ segir Már. í Morgunblaðinu í dag. Spurður hvaða atriði þetta séu segist hann ekki geta upplýst það.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert