Jákvæð upplifun á Íslandi

Íslendingar hafa yfir mörgu að gleðjast.
Íslendingar hafa yfir mörgu að gleðjast. mbl.is/Kristinn

Langflestir Íslendingar, eða yfir 83%, urðu fyrir jákvæðri upplifun á árinu 2009. Er þetta hæsta hlutfallið meðal aðildarþjóða Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hafa, samkvæmt nýju yfirliti stofnunarinnar um lífsgæði.

Rúmlega 17% Íslendinga sögðust hafa orðið fyrir neikvæðri upplifun þetta ár og er það undir meðaltali OECD. 

Lífsgæði eru almennt mikil hér á landi samanborið við önnur OEDC ríki. Hér er meðalaldur hár, ungbarnadauði sá næst minnsti og  fæðingarhlutfall eitt það hæsta. Kjörsókn er almennt mikil. Nærri 97% Íslendinga eru ánægð með vatnið og rúmlega 89% með loftið.

Kaupmáttur launa á Íslandi var hár samanborið við önnur ríki en tölur OECD um þetta eru raunar frá árinu 2007. Hlutfall íbúa undir skilgreindum fátæktarmörkum er eitt það lægsta og tekjubil er undir meðaltali OECD.

Skoða má töflur OEDC á vef stofnunarinnar 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert